Búnaðarrit - 01.01.1902, Síða 55
51
voru skornir þar tveir sauðir tveggja vetra. Kjötið af öðrum
var 70 pd., mör 25 pd.; af hinum var kjötið 75 pd., mör
30 pd.
Frá Möðrudal fór eg að GrímsstöOum. I>ar býr Krist-
ján Sigurðsson, efnabóndi eins og flestir fjallamenn eju.
Bærinn á Grímsstöðum var fluttur íyrir fáum árum um l/s
milu vegar, þangað sem hann er nú, vegua saudfoks. Krist-
ján hefir reist nýtt timburhús þar, sem bærinn er nú. Túu
er þar ekkert, en landið i kring er vaxið víði og mel. —
Frá Grímsstöðum hélt eg svo vestur yfir Mývatnsöræfi að
Reykjahlið í Mývatnssveit, og þaðan um Ljósavatu til Ak-
ureyrar. Tók mér svo þaðan far með „Ceres“ til Reykja-
vikur, og kom hingað að kveldi þess 27. júní.
Eins og sjá má aí' þessu stutta ferðasöguágripi, þá kom
eg í alla hreppa á Fljótsdalshéraði, og auk þess fór eg um
Seyðisfjörð, Loðmuudaríjörð og Vopnafjörð. Einnig kom eg
til Fáskrúðsfjarðar, eins og áður er getið, og til Reyðar-
fjarðar, en tafði þar að eins skamma stund.
Aður en eg skilst við Austurlaud, vil eg fara nokkur-
um orðum um búskap og búnað þar alment og gjöra fáein-
ar athugasemdir þar að lútandi.
Búskapur bæuda í Múlasýslunnm yfir höfuð er mikið
fremur góðar, og eigi síst í sumum sveitum á Fljótsdalshór-
aði. Aðalbústofn manna er sauðféð, enda er landið, uud-
antekningalitið betur lagað til sauðfjárræktar en nautfjár-
ræktar. Það er, ef eg mætti svo að orði kveða, skapað
fyrir sauðfé, aðallega. Það eru auðvitað til jarðir, naum-
ast heilar sveitir, — sem hafa mörg skilyrði til þess, að
nautabúskapur gæti þrifist. Það eru einkum þær jarðir,
sem eiga engjar, er vatni verður veitt á. Það eru einnig
ýmsar jarðir, bæði í Fljótsdal, á Hóraði og á Vopnafirði,
sem hafa svo að segja alt. til að bera, góða hagbeit fyrir
fó, hey og sumarhaga lianda kúm. Vil eg þar til nefna
Þorvaldsstaði í Skriðdal, Valþjófsstað og og Skriðuklaustur
í Fljótsdal, sumar jarðir á völlunum, svo sem Vallanes, Eg-
ilsstaði og fleiri, jarðiruar á Eyjuuum, Hrolllaugsstaði og
4*