Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 65
61
Múlasýsluuum varði hvað mest, og sem á að verða verkefni
bæuda þar að leysa á hinum næstu árum.
Að endiugu skal þess getið, að óvíða mun höfðings-
skapur og gestrisui meiri en á Austurlandi. Hvar sem eg
kom, mætti eg alstaðar hinurn sömu góðu og alúðlegu við-
tökum. Allir voru boðnir og búnir til að auðsýna mór þann
greiða, er þeir gátu. 1 einu orði sagt, gestrisnin var
framúrskarandi. Fyrir þetta ait, svo og fyrir allar góðar og
gagnlegar upplýsingar, þakka eg öllum.
Siguröur Sigurðsson.
Gróörarstöðin,
Árið 1899 veitti Alþingi Búnaðarfólagi íslauds 3500 kr.
á næsta fjárhagstímabiii til stofnunar gróðrarstöðvar í Reykja-
vík. Í 14. árg. Búnaðarritsins hefir núverandi forseti fólags-
ins skýrt frá tildrögum þess og býrjun. Eg var ráðiun for-
stöðumaður stöðvarinnar; land, 6 dagsláttur að stærð, var
keypt hér sunnan við bæinn, fyrir 1000 kr. Þar að auk
lagði bærinn til ókeypis land, um 8 dagsláttur, svo nú er
landið samtals 14 dagsláttur.
Landinu hallar lítið eitt móti suðvestri. Ofan til er
jarðvegurinn grýttur en grjótið smá ininkar oftir því sem
neðar dregur í hallann og hverfur að lokum alveg og mýr-
lendi tekur við. Ofan til er laudið halla meira en neð-
an til.
Milli steinanna er góður jarðvegur; þegar búið er að
ryðja grjótinu burt og gjöra lokræsi, nægileg til að leiða
burt riguingavatn, sem kemur ofaneftir brekkunni, þá er
þar fenginn mjög góður jarðvegur, um 1 aliu á dýpt ofan
til i brekkunni og enu þá dýpri neðar. Þar sem jarðveg-
urinn er óhreyiður, er efsta gróðrarlagið grasrót og rotnaðar
jurtir, það lag er um 3—5 þumluuga þykt. Þar neðan við