Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 66
G2
er um 18 þumL þykt lag af moldarboruum og sandkendutn
leir, þá 3—4 þund. lag af dökkleitum sandi; er þá komið
ofan á fastan botn, fasta inöl og klappir. JÞetta er lýsing
af jarðveginum eins og hann er ofan til í iandareigninui;
i mýrinni er haun öðruvísi, þar er viðast hvar ekki meira
en 10—14 þuml. ofan á mó, en hversu djúpt mólagið er
hefir ekki verið athugað enn, það er uokkuð misdjúpt.
Þenna tveggja ára tíma, sem liðinn er síðan gróðrar-
stöðin var stofnuð, hefir mest verið unnið að því að undir-
búa jarðveginn svo að þar verði gjörðar nákvæmar tilraunir,
seni óhætt sé að byggja á og hafa til samanburðar við
áframhaldandi tilraunir. Landið verður að fullu afgirt á
næsta vori. Að ofanverðu er það girt með tvíhlöðnum grjót-
garði, en megiuið af hinum hliðunum afgirt með skurðum
og vir. Vörzluskurðirnir eru 220 faðma langir. Til þurk-
uuar hafa þar að auk verið gjörðir skurðir 170 faðma lang-
ir og lokræsi 130 faðma löng. Rutt grjóti og lagðir vegir.
Er nú búið að brjóta einnar dagsláttu land, er var grýtt
að meira og minua leyti og býður það nú yrkingar næsta
sumar; það hefir alt verið pælt tvær spaðastungur niður.
Þar að auki er, á venjulegan hátt, brotið einuar dagsláttu
land, sem einnig er undirbúið uudir tilraunir næsta suinar.
Það er mjög áríðandi fyrir alla jarðrækt að jarðvegur-
inn sé vel undirbúinu og sérílagi er það nauðsynlegt á til-
raunastöð.
Vorið 1900 var byrjað á ýmsum tilraunum, enda þótt
jarðvegurinn væri nýpældur. Yms afbriyði af kart'óflum
voru sett niður þar sem tún haiði verið undanfarin ár.
Grasrótin var stungin upp og barin sundur, en ekki skoriu
ofan af og flutt burtu; grafið var tvær stungur niður og
öllu grjóti rutt burtu, sem fyrir var á því dýpi. A þann
blett var borinn gamall öskuhaugur, sem skólpi hafði verið
helt i. Var það, að vöxtunum, álíka rnikill áburður og venju-
lega er borinn í garða.
Kartöfluruar voru settar niður óspíraðar 31. maí og