Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 70
66
litlu reynslu, sem fengin er, bæði við útvegun fræs, sem
Garðyrkjufólagið eða Búnaðarfélagið annast um og eins
með útvegun kartöfiuútsæðis fyrir þá, sein það viljá panta
liéðau.
A erlendum gróðrarstöðvum er árangur tilraunanna
venjulega ekki birtur oftar en á fjögra ára fresti, en hór muu
þó oftar verða birtur áraugurinn af samanburði tegundanna
og afbrigðanna og ýmislegt. fleira.
Bæði sumurin, síðan gróðrarstöðin var stofnuð, hafa
verið ræktaðar ý'insar matjurtir á bersvæði. Efnin hafa
ekki leyft að búnir yrðu til stórir og góðir vermireitir og
þess vegna hefir þeim verið slept enn þá sem komið er,
en vonandi verður það ekki lengi.
Ýms afbrigöi gulrótm hafa verið ræktuð til saman-
burðar. Beztar liafa reynst „Nant.es karotter“, „halvlange
hollandske11, „halvlauge Bordovikker" og „Douvikker“.
Að gefa ágóða þeirra upp með tölum virðist ekki
gjörlegt enn, þvi þær munu þurfa betri jarðveg en eun þá
hefir verið hægt að bjóða þeim. Næsta sumar verður
hægt að rækta þær á góðum stað.
Höfrurn var sáð í tvö flög; þau voru nokkuð misjafn-
lega vel undirbúin, en bæði voru þau í mýrlendri jörð og
álika þur bæði. Annað þeirra var búið að liggja upp-
stungið í l‘/2 ár, en hitt að eins '/2 (unl vetrartimann).
Lítið eitt af áburði var borið í eldra flagið, en ekkert í
það yngra. í alt yngra flagið var borið kalk, en að eins
í helminginn af eldra flaginu. Höfrunum var sáð 25. maí,
komu upp 3. júuí.
Ætluuiu var að nota þá sem fóðurgras, en ekki sú,
að fá korn af þeim, enda hefði það ekki verið hægt í sum-
ar. Þeir voru slegnir 2. september. í yngra flaginu spruttu
þeir svo lítið, að þeir urðu varla sláandi og getur sú upp-
skera ekki talist að neinu. í eldra flaginu spruttu þeir
mjög vel. 8 dögum eftir að þeir voru slegnir voru þeir
teknir inu og vigtaðir; þeir höfðu þá fengið 4 daga góðan