Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 142
134
inum og er að öllu leyti ætilegast og bezt að lykt og bragði.
£>að er því áreiðanlega bezt að t.aka grasið með sem minstu
lausu vatni. Hvernig sem það er á sig komið, er áriðandi
að dreií'a þvi sem allra bezt um gröfina, til þess það verði
sem jafnast í benni og troða það jafnframt vel. Ef það er
í söxuðum föngum eða stykkjum úr sátum, verður það liol-
ótt og því ekki eius jafn þétt alstaðar í gröfinni, eu þá
er liætt við að verði myglublettir í því þar sem það er laus-
ast. En þvi betur sem dreift er úr heyinu i gröfina, þess
betur og jafnar treðst það og þess betur verkast það.
Eg treð mjög vandlega með veggjuuum alt i kring í
gröfinni þangað til hún er orðin slóttfull, þá teyini eg liest
út á heyið og svo fram og til baka um þuð; með því treðst
mikið betur en þó maður troði með fótum sinum, og held
því svo áfram til þess fer að hlaðast nokkuð til muna upp
af gröfinni, en þá verður að hætta við hestinn. Svo hefi eg
hlaðið stakk upp af henni fullra 3 álua háan með vel slétt-
um og lóðréttum hliðum, fult svo stórann um sig sem vídd
grafarinuar er, til þess hann fylli vel út i hana þegar haun
sigur niður í hana. Svo læt eg það standa ótyrft þangað til
fei að hitna í því og síga, sem er á 2. og 3. degi,
þá treðst það svo niður að gröfiu verður ekki veggjafull.
Þá bæti eg aftur í liaua og læt hest troða niður eins og
fyrst, meðan honum verður komið við til þess; held svo á-
fram að bæta á haua og hlaða stakk upp af henni eius og
fyrst. og fult svo háannjlæt svo enn biða til þess hiti kem-
ur i það sem bætt var við og þegar það fer að siga má
enn bæta nokkru við, svo tyrfi eg yfir stakkiun og læt
torfið ná út á brúnir hans. Að því búnu ber eg grjót á
stakkinn, svo inikið, að grjótlagið verði rúmt fet á þykt og
svo jafnt sem hægt er að hafa það, um allan stakkinn. Þeg-
ar grjótið er komið á hanu sígur hann á nokkrum klukku-
stundum svo, að hann verður lítið upp af veggjum grafar-
innar; og eptir nokkra daga (4— B) er orðið svo sigið í gröf-
inui að grjótlagið er lít.ið upp úr veggjum. En úr þvi síg-
ur lítið.