Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 143
13f>
Fyrri árin lét eg fargið á strax eftir fyrstu fyllingu og
tók það svo af aftur og bætti meira keyi ofaná og fergdi
eun. En það hefir mór reynst ver, bæði að þvi loyti
að það er meiri vinna við það, og svo einkum vegna þess
að dálitið lag af heyinu (um 3 þml. þykt) undir torfinu er
dauft, af því það kemur ekki hiti eða gerð i það, og það
verður svo uudir því sem bætt er ofan á. Eins er liætt við,
ef litlu er bætt ofan á, að það verkist ekki eius vel. En
síðan eg fór að bæta ofau á, eftir því sem sigur í gröfinni
áður en fergt er, eius og eg hefi lýst, varð alt heyið eins
að vetrinum, nema efst undir torfinu, eins og áður er sagt.
Ef svo oft og miklu er bætt ofan á, að það getur ekki
sigið niður í tóptina, en verður stakkur upp af veggjunum,
þá ver ðurskán utan á honum alt í kring 4—5 þuml. þykk,
sem verður úrgangur. En þar sem heyið liggur vel þóttað
vegg, eru svo sem engar rekjur.
Eins og eg gat um að framan, hefi eg haft gröfina á
þurrum stað í þóttum moldarjarðvegi. Þaugað til nokkur
síðustu árin, hefir gröfin verið óhlaðin innan, en þess get
eg, ekki mér til hróss, því það ber ekki vott um framtaks-
semi hjá mér; heldur get eg þess til að sýna hvað eg hefi
litlu kostað til staðarius fyrir súrheyið; en samt hefir það
aldrei misheppnast eða skemst. Sum árin hefi eg haft lön
af þurru heyi ofau á grjótinu á súrheyinu og það er betra,
þvi það ver það fyrir úrkomunni; samt hefir stundum geng-
ið vatn í lönina og drepið niður úr henni, en ekkert hefir
dropans gætt i súrheyiuu. Þegar eg hefi ekki haft þurheys-
lön yfir þvi, hefir ekkert verið gjört til að verja það fyrir
úrkomunni. Síðustu árin liefi eg haft gröfina hlaðua inuan
með torfi. Stærð heunar er: meðalbreidd 7 fet, dýpt 6 fet
og lengd 20 f'et, og hún tekur gras, sem gerði um lOOhesta
af þurrabandi. Auðvitað væri æskilegast og bezt að hafa
gröfina með steinsteypubotni og veggjum og vatusþéttu þaki.
En meðau meuu ekki vilja nota þessa aðíerð almennara eu
til þessa hefir verið, með svoua litlum tilkostnaði, sem eg
hefi haft og gengið vel, þá er ekki líklegt að fleiri noti