Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 151
143
þarf að vera 2200 faðmar á lengd, 10 fet á breidd að ofan
og 2 fet á dýpt. Til þess að fullgjöra haun fara nálægt
240 dagsverk.
2. BjarkarteigssJcurövr. Haun á að liggja úr Hrís-
mýrarskurðinum og upp í Bjarkarteig. Yegaleugd er um
1000 faðinar. Skurðurinn þarf að vera 5—6 fet á breidd
að ofan, og 2—3 fet á dýpt. Til þess að fullgjöra hanu
fara 160 dagsverk.
3. Skuröur í Litlu-Sandvíkurinýri. Hann þarf að vera
um 700 faðmar á lengd, 5 fet að oí'an og 2 fet á dýptjþað
verða 84 dagsverk.
4. Smádalakelduskitrður. Iíann þarf að vera um 800
faðmar á lengd, 6 fet á breidd að ofan og 2 fet á dýpt.
Til að fullgjöra hann, fara 120 dagsv.
5. Balaskurður eða framhald hans út i Olfusá. Hann
þarf um 600 faðma á lengd, 6 fet að ofan og 2 fet á dýpt.
Það verða 90 dagsverk.
6. Opnuskurður. Hann þarf að vera um 400 faðmar á
leugd, 5 fet að ofan og 2 fet á dýpt. Að gjöra liann
nemur 48 dagsverkum.
Samanlögð dagsverk 802. Öll vegalengd skurðanna er
um 5700 faðmar, og til þess að fullgjöra þá fara uin 802
dagsverk. Skurðirnir, seiu síðastir eru taldir, uudir tölulið
5 og 6, eru í Straumsuesinu, en hinir tilhej'ra Breiðumýri.
Só dagsverkið í þessum skurðum talið kr. 2,25, þá verð-
ur kostnaðurinn við framræsluua kr. 1804,50.
A suðurleiðinni kom eg við á mjólkurbúuuum i Birt-
ingaholti, Seli og Kröggólfsstöðum. Fór alt vel fram á
þeim, og flestir hlutareigendur mjög vel áuægðir með starf
þeirra.
Þá er að geta þess, að 2. oktober fór eg vestur í Borg-
arfjörð; var í þeirri íerð i 18 daga. Frá ferð þessari er
skýrt annarsstaðar, og verður hennar því eigi getið frek-
ara hér. .
Eftir beiðui Sturlu kaupmanns Jónssonar, fór eg 16.
növember app á Kjalarnes til þess að mæta þar á fundi, er