Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 153
Markaöur fyrir íslenzkar landbúnaðarafurðir
í útlöndum.
Eftir
búfrœðiskandídat Guðjón Guðmundsson.
Fyrirlestur fluttur í BúnaÖarfélagi íslands 19. apríl 1902.
Háttvirti forseti og heiðruðu tilheyrendur!
Efnið, sem eg hefi valið til að tala um hér í kveld, er
markaður fyrir islenzkar landbúnaðarafurðir i útlöDdum.
Eins og mörgum af hinum háttvirtu tilheyrendum mun
vera kunuugt, ferðaðist eg um á Bretlandi (Englandi og
Skotlandi) i vetur, fjögra máuaða tíma, með tilstyrk Búnað-
arfélags tslands og konunglega danska Laudbúnaðarfólags-
ius. Eg hafði meðmæli frá Danmörku til dönsku konsúl-
anna á Bretlandi, sem urðu mór að miklu liði. Auk þess þekti eg
áður landbúnaðarkonsúlent Dana i Lundúnum herra H. Faber,
sem hefir búið þar í 12 ár, og er manna kunuugastur enska
markaðinum. Honum og landbúnaðarkonsúlent Norðmanna
í Newoastle lierra A. Riple á eg sórstaklega að þakka marg-
ar mjög mikilsvarðandi leiðbeiniugar.
Þótt eg þanuig hefði hinar beztu ástæður, til að geta
notað vel mína stuttu dvöl til þess að kynna mór brezka
markaðinu, og þótt eg þykist hafa notað tíinann svo vel,
sem orðið gat, þá vil eg þó taka það fram, að það var
langt frá, að eg gæti kynt mér svo vel hinn umrædda mark-
að, sem eg óskaði, og eins og eg hafði gjört mér vonir um,
áður en eg fór frá Danmörku. Verzlunarviðskiftiu á Bret-
landi eru svo stórkostleg og margbrotin, og að ýmsu ólík
þvi, sein þau eru á Norðurlöndum, að það er ómögulegt fyr-
ir aunan en þaun, sem er búsettur þar í fieiri ár, að kynna
sér þau til hlýtar, og þekkja allar þær breytingar og or-
‘ 10