Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 161
153
að kjöt þykir erlendum þjóðum ekki lengnr mannamatur, og
er uú næstuin því eingöngu notað af sjómönuum á seglskip-
um, af því að þeir að jafnaði ekki geta veitt sér ferskt kjöt.
Þess vegna gengur mikið af saltkjöti voru á seinni ár-
um til Noregs, því Norðmenn liafa einkvern hinn
stærsta seglskipaflota í heinii. Til allrar óhamingju fyrir
oss hefir fyrir uokkrum árum verið lagður 5 aura tollur á
hvert pund af söltuðn kjöti, sem flutt er hóðan til-Noregs.
Þessi markaður getur þvi ekki orðið í framtíðinni annað en
það, sem liann hefir verið á seinni árum: Hið súra epli,
sem vér verðum að bíta í vegna skorts á öðru betra.
5. Niðnrsoðið kjöt. Þegar kjöt er soðið niður, er það látið
i stærri eða minni blikkdósir, og soðið í vatui til þess að
drepa allar bakteríur í því. Strax og dósirnar eru teknar
upp úr vatuinu eru þær lóðaðar aftur, svo að hið ytra loft
ekki geti komist að kjötinu. A þeunau liátt getur kjötið
geymst óskemt mjög leugi. Þessi aðferð við geymslu á kjöti
hefir verið reynd fleirum sinnum hér á landi með misjöfnuin
árangri. Ætti að nota hana svo mikið, að það væri til
nokkurs verulegs gagus, yrði að setja á stofn uiðursuðu-
verksmiðjur i helztu kaupstöðum landsins, en það kostar
mikið fé. Þar að auki er markaður fyrir niðursoðið kjöt
mjög lítill, og notast nú aðallega af sjómönnum.
Eg hefi hér stut.tlega drepið á hiuar ýmsu aðferðir við
flutniug og geymsiu á kjöti. Eftirfarandi skýrsla sýuir verð-
ið á nokkrum kjötteguudum, sem sérstaklega skifta oss
nokkru. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 20. september til
11. desember, sem eiumitt er sá tími árs, er getur verið að
tala um, að vér höfum ferskt kjöt á boðstúlutn, þó að kjöt-
verðið só vaualega lægst á þessum tíma árs.