Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 176
168
fyrir pundið. Lægsta verð var 21 eyrir og hæsta 75 aur
Isa. Eg er viss um, að ef vér seldum isuna ferska til
Bretlands, mundum vér í flestura tilfellum fá hana mikið
betur borgaða en nú. Auðvitað er ekki hægt að senda á
þann hátt mestan hluta af isu þeirri, sem aflast á seglskip.
Þar á móti gætuin vér selt á þann hátt inikið af ísunni,
sem aflast á opna háta, ef vór hefðum haganlegar samgöng-
ur. ísan er vanalega send í kössum, sem rúma hér um bil
GO pd.; ef til vill, yrði þó ódýrara fyrir oss að nota stærri
kassa (breiðari og leugri) af því flutningurinn er svo lang-
ur. Eftir að búið er að slægja ísuna, er hún lögð í lög í
kassann, þannig, að hryggurinn snúi niður. Lögin mega
vera 3—5, sem fer oftir stærð ísunnar. Yfir og undir og
millum laganna er lagður mulinn ís. Meðalverðið var reikn-
að á sama hátt og fyr, 8—33 aurar pundið; lægsta verð
30 aurar og hæsta verð 57 aurar.
Þorskur. Eerskur þorskur er flutt.ur á sama hátt og
ísa. Meðalverðið var (reiknað á sama hátt og fyr) 12- -24
aurar, lægsta verð 4 og hæsta verð 41 eyrir.
Viðvikjandi sölu á ferskum þorski og isu — sérstak-
lega þorskinuin — vil eg gjöra þá athugaseind, að eg álit
ekki heppilegt að minsta kosti í bráðina, — að senda
mjög stóran fisk, hæði af því að honum komum vér í þol-
anlegt verð með þvi að salta hanu, og svo af því að stór-
um fiski hætt.ir meira við að skemmast merjast — í með-
ferðinni. Meðalstærð, stútungs þorsk og isu álít eg þar á
móti heppilegast að senda. Mjög smár fiskur horgast til-
tölulega illa.
Lax. Lax má flvtja ferskan á sama liátt og þorsk og
isu. Meðalverðið á ferskum lax var seinasta ár i mánuðun-
um mai ágúst 1,30—190 kr. pundið; lægsta verð var
0,GG kr. og hæsta verð 2,16. Freðinn lax er í lágu verði,
45 til 80 aura pundið. Reyktur lax er þar á móti i mjög