Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 204
196
r"i " '
iagar eða bastarðar af þeim algengir í beiti- og slægju-
löndum, og koma að gagni einkum til sauðbeitar.
2. Lyngpl'óntur og hrís. — Ýmsar af þeim eru sjálf-
sagt allgóðar beitiplöntur að vetrarlagi, eu að eins fyrir
sauðfé. í slægjulöndum eru þær engar til nokkurra rauoa.
Beitilyng (Calluna vulgaris 120) vex víða í mólendum
og þykir gott til beitar á vetrum. Sama er að segja um
sauðauierginn (ða liminn (Loiseleuria procumbeus 281).
Báðar þessar plöntur bafa sígræn blöð. Fleiri af lyugplönt-
um vorum munu étnar af sauðfé, en varla nema bart só um.
Nokkuð líkt má segja um fjalldrapann (Betula nana 141)
og hinar aðrar hrístegundir vorar. Hann þykir gott hag-
kvisti á vetrum handa sauðfó, sem bítur af honum hrumið
og yngstu greinarnar. Skógviðar (B. odorata 142) uugviði
á og sömu örlögum að sæta.
Eg heíi nú gefið stutt yfirlit yfir þær plöntur hér á
landi, sem eru til búnytja sem fóður- og beitijurtir, þótt
fljótt só yfir sögu farið, enda er ekki hægt að segja
margt nó mikið um flestar af þeim á því stigi, sem þekking
manna er nú. Enn er ekki eftir öðru að fara eu áliti al-
mennings, sem sjálfsagt er oft á rökum bygt, þótt út af því
geti brugðið Efnarannsóknir þær á íslenzkum fóðurjurtum, sem
nú eru byrjaðar og vonandi halda áfram, muuu smátt og smátt
leiða ýmislegt í ljós, sem verða má til stórmikilla nota. Hefi
ég í hyggju að skýra frá þessurn raunsóknum framvegis í
Búnaðarritinu. Verður þar sagt frá hverri einstakri plöntu,
sem rannsökuð er, jafnótt og rannsókninni er lokið, og þá
um leið skýrt frá lifnaðarháttum hennar og öllu eðli eftir
föngum. í næsta hefti Búnaðarritsins vonast ég eftir að
þessar skýrslur geti byrjað, og ber að úlíta þessa tvo rit-
kafla sem inngang að þeim.