Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 208
200
frerrmr grnrmar, og ekki mikið notaðar. Með því að rann-
saka móinn nókvæmar er líklegt að fá megi gleggri hug-
mynd um hve stór tré hafi vaxið hér.
Sögurnar gefa að vísu nokkra skýring á, því hveruig
skógarnir haíi verið í fornöld, on þær eru sennilega ekki
vel áreiðanlégar í því efni.
Það sem að líkindum hefur myudað þá trú að hér hafi
verið miklir skógar, oru nokkrar setningar í Landnámu, þar
sem meðal annars er sagt að landið liafi verið viði vaxið
milli fjalls og fjöru og að skógarnir hafi verið svo stórir að
búpeningur tindist í þeim. Með þessu er að líkindum meint
að skógarnir hafi náð frá sjó og upp að fjallsrótum, því það
er víst að ekki hefur vaxið skógur í hálilíðum eða uppi á
fjöllum. Eftir legu landsius er ómöguiegt að tré geti vaxið
2000 fet yfir sjávarmál þegar snjólinan er 2500—3000 fet.
Svo hátt ujipi gátu að eins hafa vaxið hinar sömu trókendu
plöntur, sem þar vaxa nú, nfl. fjalldrapi og víðir.
L>að er aftur á móti líldegt að lágar ijallahliðar ogdal-
ir hafi verið þaktir skógi rnikið meir en nú og víst er það
nokkurn veginn að trén hafa verið stórvaxnari J)á eu nú.
Eftir lögun landsins og ásigkomulagi geta skógarnir ekki
hafa verið mjög miklir i samanburði við stærð þess.
Það, sem sagt er, að einu sinni hafi verið bygt skip á
Vesturlandi úr islenzkum viði getur vel verið rétt. Að þess
hefir verið getið, og geymt i manna minnuin sem annar
merkilegur viðburður, beodir ekki á að hór liafi verið inik-
ið um stóra skóga.
Þessar sagnir eru þó ef til vill sönuuu fyrir þvi að
skógarnir hafi að minsta kosti sumstaðar verið meir en
kjarrskógar. Að kjarri liafa þeir að líkindum fyrst orðið
eftir að búið var að eyða fruinskógunum og sauðfóð fjölg-
aði og með því líka að mennirnir liafa ekki farið sórlega
vel ineð þá þegar eldiviðarskortur fór að verða.
Skógarnir eru nú að mestu horfnir, hinar fáu leifar, sem
eftir eru, eru svo niðurníddar með vanhirðingu og beit, að
þær munu varla geta átt langa framtíð áður en þær verða