Búnaðarrit - 01.01.1902, Síða 220
212
Hið skaðlegasta fyrir plönturnar eru, fyrst og fremst,
liin stuttu og hitalitlu sumur, því ekki má húast við lengri
vaxtartíma en 3 mánuðum júni, júlí og ágúst. í öðru
lagi, hinn mikli hitamismunur á degi og nóttu, er veldur
næturfrostum einkum í dölunum. 1 þriðja lagi, hinar söltu,
köldu hafþokur, er einkum munu gjöra skaða við sjóinu,
allra helst þegar hafísinn liggur við land langt fram á sum-
ar.
Tilraunir þær, setn gjörðar hafa verið, liafa sýnt, að ungu
plöntuuum hættir til að ljrptast upp af frostinu á vetrum og
hefir þetta orðið aðal-orsökin til að svo ntörg harrtré hafa
dáið. Það er eltki gott að segja hvernig á þessu stendur
þetta er líka býsna algengt í Danmörku. Hið helzta, sem
gjört er þessu til hindrunar er að þekja jarðveginu með
sandi og mosa. Einnig má að miklu leyti ráða bót, á þessu
ef plöntunum er stungið niður nægilega snemma eftir að
þær hafa lyfst uppi af frostinu.
Vetrarkuldar munu varla verða plöntunum að skaða,
því vegna eyjaloftslagsins er veturiuu tiltölulega tnildur.
En eins og áður er sagt er ekki lítill mismunur á loftslag-
inu fyrir norðan og fyrir suunan.
Yfir höfuð virðist mér Norðurland betur fallið til skóg-
ræktar en Suðurland, einnig vegua jarðvegarins, sem er
dýpri fyrir norðau.
3. Bœktunamvœöi.
I samanburði við landið alt, verða það að eins lítil svæði
sein komið getur til mála að verði ræktað með skógi. Mest-
ur liluti laudsins er fjöll og heiðar, 1500—2000 fet. yfir sjá-
varmál og vegna þess hve landið er norðarlega verður að
álíta, að á þessum stöðum verði ekki ræktaður skógur.
A eftirkomandi tímum tnuu skógræktin þess vegna verða
bundin við dali og lágar fjallahlíðar og enufremur stóru
sléttlendiu á Suðurlandi, i itaugárvalla og Árnessýslum. A
þessuin stöðum mun vera liægt að rækta upp allgóðan skóg,
þótt ekki verði þeir eins og dönsku skógaruir.