Búnaðarrit - 01.01.1902, Side 225
217
anlega viðleitui landsmanna á þvi að vilja báa i húsakynn-
um nokkurnvegin samboðnum siðuðum mönnum, þótt i mörgu
sé oss áfátt í þesari grein, bæði sökum gamallrar vanafestu
efnaleysis og vanþekkingar.
Það er að visu eðlilegt, að landsmenn geta nú alment
ekki látið sór lynda að búa i öðrum eins grenjum og íslenzku
bæirnir liafa víða verið alt fram á síðustu tugi 19. aldar-
innar. Það sýnir vaxandi menning hjá þjóð vorri.
En þessi gleðilegi menningarvottur verður líka að sjást
í öllum aðbúnaði á búpening vorum.
Umbótatilraunir í byggingu íjósanna, fjárhúsanna og
liesthúsanna okkar, þuria líka að verða oss verulegt áhuga-
mál.
Allir góðir bændur telja það lífsspursmál fyrir sig og
landbúnaðinn yfir höfuð, að hafa nægilegt fóður fyrir bú-
pening sinn, en fóðrið er ekki einungis fólgið i heyiuu sem
vér öflum á sumrin, heldur og í andrúmsloftinu, birtunni,
hitanum, sem vér látum vera i peningshúsum vorum. Liði
skepnurnar tilfinnanlega skort á einhverju af þessu, þá not-
ast þeim ekki íóðrið, þær verða heilsulitlar og þar af leið-
andi gagnsminni en ella, þótt þær hafi mettan kvið.
Gagnvart skepnunum er það því í rauu og veru jafn
rangt að láta þær liða skort á einhverju af þessu, eins og
láta þær vanta uægilegt fóður, og gagnvart landbúnaðinum,
þessum öðrum aðalbjargræðisvegi þjóðarinnar, er það hið
mesta óheillaráð.
Allur fjöldi peningshúsa vorra hefir til skamms tima
verið þanuig byggður, að skepnurnar hafa liðið skort á ein-
hverju af þessu og ekki óviða á þvi öllu. Mörg skepnan
á íslandi hofir mist heilsuna og enda lífið sökum óhollrar
húsavistar.
Til þess að setja vel á og búmannlega, þarf því ekki
einungis nægilegt fóður í heystæðunum, heldur og næilegt
audrúmsloft, ljós og hita i peningshúsunum.
Sauðfjárræktin er aðalgrein landbúnaðarius hjá oss.
Gagnsemi sauðféuaðarius er eingöngu undir því kornin að