Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 226
218
vel sé farið með sauðféð, en góð meðferð á sauðfé er liart-
nær ómöguleg án góðra fjárhúsa. Þess vegna má telja eud-
urhætur á þeim eitt með mikilvægustu skilyrðum fyrir
framförum þessa atvinnuvegs.
Eftir eðli sinu er sauðkindin stygt og fjörugt dýr. Það
á bezt við hana að lifa sem frjálsustu lífi eða, sem vór köllum,
að ganga sjálfala. Allir þekkja hve féð er fjörugt og stygt
á haustin þegar það kemur af fjöllunum; hvað vel sem far-
ið er með sauðkindina að vetrinum, er hún aldrei eins fjör-
ug og sælleg eins og að haustiuu. Sjálfsagt stafar þetta
mikið af betra fóðri á sumrin en á veturna, en þó mun
frjálsræðið og heilnæma heiða- og fjallaloftið eiga allmikinn
j)átt í því. Útigangsfé, sem sjaldan eða aldrei kemur í
liús, er og jafnan miklu fjörugra og bragðlegra en innilegu-
fé þótt það só engu feitara og getur það ekki komið til af
öðru en því, hve frelsið á vel við það.
En þess er nú óvíða kostur hér á landi að láta féganga
sjálfala vetur sem sumar. Bændur verða að taka sauðfén-
að sinn á hús og hey. En þá kemur til þeirra kasta, að
haga allri meðferð íjárins þannig að því bregði sem minst
við hina miklu breyting, er á hverju hausti verður á öllum
lifnaðarhætti þess, og hór er húsavistiu eitt aðalatriðið, sem
getur haí't mjög mikil áhrif á alt líf sauðkindarinnar. Það
iná t. d. geta því nærri, hve mikil og ill umskifti það eru
í'yrir haustlömbin, or lifað liafa alla æfi sína undir herum
hinini, þegar þeim á liaustin er kasað iun í þröngu dimmu
og loftlitlu lambhúskofaua, þar sem þau svo verða að kúld-
ast allan veturinn. Eg er viss um, að margir kvillar á
lönibum eiga rót sína í þessari miklu og óhollu breyting á
lifnaðarhætti þeirra, sem svo getur haft lieilsuspillandi áhrif
á alt líf skepnunnar.
n.
í 9. árgangi Búnaðarritsins er ritgerð eftir Benóní
Jónassou um fjárhúsabyggingar o. fi. Ritgerð þessi er sjálf-
sagt eitt hið bezta, er ritað hefur verið um þetta efni hjá