Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 234
226
vegna tóftardyranna er þá verða alt af lágar í ystu liúsun-
um. Ráð þau er Benoní bendir á til að koma í veg fyrir
þetta eru alls ekki einhlýt og er þetta því ærinn galli á
þessu fyrirkomulagi. Það er stórkostlegur ókostur að liafa
hlöður eða heystæður lausar fré fjárhúsunum, hæði er það
til mikilla ódrýginda á heyi, til stórmikils erfiðisauka i fjár-
geymslunni, auk beinlínis kostnaðar við heyílát og viðhald
þeirra. Hlöður eru svo þarfir gripir í hvers inaus búi, að
það er vonandi að bændur fjölgi þeim mikið með timauum,
og að geta notað sama vegginn undir fjárhúsið og hlöðuna
hefir mikinn kostnaðarsparnað í för með sér. En þessir
milliveggir milli liúsa moð torfþökum hafa fyrr og síðar
reynst mestu gallagripir, það er litt mögulegt að verja vatni
að hlaupa niður í þá, en þegar það nær að setjast fyrir í
þeim, er fljótt út um þá, þeir klofna, valda vatnsrensli inn
í húsin, snarast á st-oðir þeirra og verða þeira peniug að
falli. Þessir veggir hafa bakað mörgum bónda á Islandi
mikinn skaða og fyrirhöfn. Það væri því mikið unuið við
að geta varið þú fyrir vatni eða þá losast algerlega við þá.
Þetta er auðvelt eí jámþök eru höí'ð, þá má hafa liúsin
miklu breiðari en undir torfþökum, með því að risið má
vera svo miklu minna. Á þennan hátt má því hafa hlöð-
una og fjárhúsið undir sama þaki eða eitt aðalhús fyrir
hvorttveggja; verður þá milliveggurinn undir þakinu og því
varinn gegn öllu vatni; má hafa hann livort sem vill úr
timbri, torfi eða grjóti.
Þar sem fó er beitt i fjöru er alveg ómissandi að hafa
grindur í gólfum fjárhúsa. Það er í raun og veru ófor-
svaranleg meðterð á ljörufé að hýsa það í grindalausuin
húsum. Auk þess sem ekki er sjón að sjá skepnur út úr
grindalusum fjárhúsum sakir bleytu og óhreininda, þá má
geta nærri, hve notalegt það er fyrir skepuui'nar að fara
þannig til reika út í frost og kulda. I stað þess að liúsin
eiga að veita skepnunum lífsþægindi verða þau, vanti þetta,
skepnunni hin mesta jirisund, henni til áreiðaulegs lieilsu-
tjóns. Grindalaus fjárhús á fjörubeitarjörðuin er hór uin bil