Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 242
234
halla, sein verða kann á ársreikningnum af ófyrirsjáanleg-
um ástæðum, svo sem það að kynbótanaut heíir drepist, eð-
ur annað þess háttar, sem fyrir kann að koma. Allar slík-
ar skuldir borga fólagsmenn í réttu hlutfalli við kúaeigu
sína.
14. gr.
Brjóti nokkur fólagsmaður ofaurituð lög eða ráðstafan-
ir stjórnarinnar, getur hún dæmt hann í 2—20 kr. sekt, er
renni í félagssjóð. Sé sektin hærri en 5 kr. getur, sá er í
sekt hefir verið dæmdur, skotið málinu til aðalfundar.
Til frekari athugunar og skýringar við ofanritað frum-
varp vil eg gera nokkrar athugasemdir við hverja grein
þess fyrir sig, að svo miklu leyti, sem eg álit að þær þurfi
skýringar við.
í 1. gr. er með orðunum .... „bezta mjólk", . . . .
átt við að feitimagn mjólkurinnar só sem mest.
2. gr., stafl. a. Bezt er að kynbótanautin séu fædd
fyrri part vetrar. Þegar þau eru á öðrum vetri, er rótt að
nota þau til svo sem 10—lð kúa. Svo lítil brúkun á kyu-
bótanautunum, þegar þau eru á öðru ári, þarf ekki að skaða,
ef þau eru vel upp alin, eu hefir hins vegar þann kost í
för með sér að hægt er að sjá fyr en ella liversu góð þau
eru til undaneldis. Meiri brúkuu á kynbótanautunum þeg-
ar þau eru á öðru ári, en hór er gert ráð fyrir, má elcki
eiga sér stað. Sé brúkuuin of mikil kippir það úr þeim
vexti og gjörir þau endingarverri sem undaneldisdýr, auk
þess sem öll dýr eru bezt til undaneldis þegar þau hafa
náð fullum þroska og nautgripir eru ekki fullþroskaðir fyr
en þeir eru 4 ára. Þegar að kynbótanautin eru orðin 4—
5 ára er fyrst hægt að segja með vissu hversu góð þau eru
til uudaneldis, með því að afkvæmin eru þá farin að sýna
sig. Hafi kynbótanaut reynzt illa er sjálfsagt. að drepa það
sem fyrst, og fá annað í þess stað. Hafi það þar á móti