Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 256
248
sig vegna þess hvað vinnukrafturinn er dýr, og auk þess
naumast hyggilegt eða praktist að öðru leyti. Á túni, sem
sé 21 dagslátta á stærð væru um 6 dagsl. undir sáningu.
Erlendis þykir mikið varið í að undirhúa graslendi svo að
það geti legið eins lengi og hægt er óhreyft. Neitar því
ekki að nauðsynlegt sé að róta jörðunni um einstöku sinn-
um svo sem á 15—20 ára fresti, þegar hún hætti að spretta
og færi að ósléttast. Það sem styddi að því að halda graslend-
inu við væri þurkun, kalk og forarábwrSur. Friða þyrfti laudið
fyrir beit. Ennþá væri ekki kominn tími til að taka upp
þessa nýju aðferð, sem B. J. kennir, sem sé sáning og sáð-
skifti. Yér ættum að þoka okkur áfram stig og stigi. Bista
ofan af túnunum í vor, fiytja þær þökur á gamalt flag en
sá i það nýja höfrum plægja svo í haust og þekja aftur
næsta vor með nýjum þökum af öðrum bletti eða reit 1
túninu. Þessi aðferð er einföld og gefur fljótan og vissan
arð, þegar um tún eða ræktaða jörð er að ræða. Orækt-
arjörð utan túns megi plægja eins og hún komi fyrir. Eft-
ir eitt eða tvö ár má þar sá höfrum og svo túrnips árið
eftir. Mýrajörð þurfi að liggja 4—5 ár áður en hægt sé að
fara að sá í hana grasfræi. Eiustakir menn ættu að gjöra
plægingu að atvinnu sinni og plægja fyrir búnaðarfélög.
Styrkja þurfi einstaka menn til plæinga og sjáum að þeim
gefist kostur á að læra þær, því kunnáttá í plægingu er
skilyrði fyrir, að þær breiðist út og verði almennar. Vér
þyrftum að afla íslenzks grasfræs og tilraunir til þess þyrfti
að gjöra út um alt laud undir umsjón forstöðumanns
gróðrarstöðvarinnar.
Þórhallur Bjarnarson vildi i þessum umræðum um sán-
ingu og þakning minna á aðferð, sem lítið er reynd enn,
en vert væri þó að athuga, af því að hún sumstaðar sýndist
líkleg, og það er að pæla grasrótina i sverðinum sem bezt
og jafnast saman við moldina og fá upp úr því nýtt gras.
Þetta gæti átt við í þurrum móum grösugum og ekki stór-
þýfðum. Þeir Torfi í Ólafsdal hefðu i sumar töluvert talað
um sáning í stað þökusléttunar, og taldi Torfi það verulog