Búnaðarrit - 01.01.1902, Page 260
262
S. S. hefði tekið fram að eiga altaf flag í túninu, sem rækta
mætti eitthvað i á sumrin. Til þess að koma slíku flagi
fyrir sig gætu hændur pælt upp eða plægt óræktarbletti í
útjaðri að haustinu til, sáð i hann vorið eftir höfrum eða
byggi, fengið af því hey um sumarið plægt svo enn að
haustinu; næsta vor mætti svo sú því sama eða þá rófum
eða kartöflum, sem færi eftir því hve myldinn jarðvegurinn
væri. Um haustið mætti svo þekja blettinn með nýjum
þökuin, sem skornar væru ofan af þar rétt hjá, fara svo með
það eins og hið áður talda. Þetta væri sú bezta jarðabót, önn-
ur en girðing, sem hægt væri, enn sem komið er, að ráða
bændum til að gjöra á túnum sínum. Ekki mætti gleyma
því að áburð þyrfti í þessi flög og ef passað væri að hafa
hann lausan við arfafræ þá fengist þarna ágætt sáðland
fyrir kartöflur og rófur.
Vonandi mundi reynzlan sýna það innan skamms að
grasfræsáuing heppnist hér á landi en þótt hún heppnist þá
vildi hann ekki ráða bændum til að plægja upp góð tún
til sáninga því ekki mætti búast við að sáðslétturnar spryttu
betur en góð tún. Þegar ætti að kenna almenningi nýjar
aðferðir þá yrði að fara sérlega varlega að því og ráða
inönnum ekki til annars en áreiðanleg vissa væri fyrir, að
mundi heppnast vel. í framtíðinni ætti sáningaraðferðin
að tiðkast aðallega við útgræðslu. Holtin og móana ættum
vér að rifa i sundur, sá i þau höfrum og byggi, rófum og
kartöflum og að lokum grasfræi þegar jarðvegurinn er orð-
inn nægilega undirbúinn, sem í holtum og móum mundi
verða eftir 2—4 ár, en í mýrum eftir leugri tíma. Sáðskifti
væri of snemt að tala um, vér þyrftum fyrst að komast
að raun um hvaða belgplöntur liér geta vaxið viðunanlega.
Skýrði frá grasræktartilraunum á gróðrarstöðinni og
verður skýrt frá þeim í næsta hefti Búnaðarritsins. Þekk-
ingu á grasfræsáningu mundi hæglega mega breiða út með
því að láta áhugasama og duglega bændur fá ofurlítið af
góðu grasfræi til sániuga. Með því móti mætti halda eins-
konar sýningu á sáðsléttum.