Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 20
18
HUn
Fundargerð síðasta dags lesin upp og samþykt. Þá
voru Alþýðufræðslulögin tekin til umræðu.
Aðalbjörg Sigurðardóttir flutti málið. Las hún upp og
skýrði fræðslulagafrumvarp það, er samþykt var á síðasta
þingi, og bar það saman við hin eldri lög. Benti hún
sjerstaklega á, að tilfinnanlega vantaði ákvæði um fræðslu-
skyldu í handavinnu, talaði því næst um nauösyn bættrar
lestrarkenslu í landinu og benti á nýjar aðferðir til um-
bóta á þvi sviði.
Fessir tóku til máls: Kr. Ólafsd., Aðalbj. Sigurðard.,
sr. Haraldur Níelsson, Hólmfr. Árnad., Sesselja Konráðsd.,
Hansina Benediktsd., Bríet Bjarnhjeðinsd., Hólmfr. Pjet-
ursd. og Ingibj. Skaptad.
Frummælandi bar fram svohljóðandi tillögu, og var
hún samþykt í einu hljóði:
2. landsfundur kvenna skorar á fræðslumáiastjórnina,
að sjá til þess, að kennaraefni landsins verði framvegis
látin kynna sjer hinar nýjustu aðferðir í smábarnakénslu,
sjerstaklega lestrarkenslu, svo sem þá, sem kend er við
dr. Montessori, svo þau verði fær um að veita heimilun-
um leiðbeiningar á því sviði.
Kl. 3'/2 var kaffi drukkið. Að klukkutíma liðnum var
fundur settur aftur og hófust þá umræður um fræðslu-
málin á ný. Tóku þá til máls: Aðalbj. Sigurðard., Ingv.
Sigmundsd., Kristbj. Jóríatansd., Halld. Bjarnad., Bríet
Bjarnhjeðinsd,, Hólmf. Pjetursd., Hólmf., Árnad., Sigurl.
Sigtryggsd., Rebekka Jónsd., Ingibj. Skaptad., sr. Haraldur
Níelsson. Sigr. Porsteinsd., Ingibj. Benediktsd., Steinunn
Hj. Bjarnas., Steinþór Ouðmundssón, skólastjóri, Sigurl.
Knudsen, Elísabet Guðmundsd. og Krist. Ólafsd.
Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþykt í e. hl.:
2. landsfundur kvenna ákveður að kjósa 5 manna nefnd
til að starfa fyrir fræðslumálin í landinu, og vinni hún
milli funda og leggi fram skýrslu um íramkvæmdir á