Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 47
Hlin
45
Fundi hefir fjelagið venjulega einusinni í mánuði, nema
mánuðina: júlí, ágúst og september, þá eru mestar annir
hjá konum og fólk dreifðast við vinnu. — Tekna aflar
fjelagið sjer á ýmsan hátt, svo sem með ársskemtun,
sem venjulega er haldin að haustinu, tekjum af veiting-
um á rjettum, tekjum af söludeild, eru þar seldir munir,
sem. fjelagskonur og fleiri gefa eftir getu og vild, og með
tekjum af »Ullardeild«, sem fjelagið hefur. Starfar hún
með því að kaupa ull og láta vinna hana í prjónafatnað,
sem svo er seldur. Ýmsir hafa gefið deildinni ull eða
vinnu, og má heita, að það sjeu einu tekjurnar af þeim
rekstri, —Eina hlutaveltu hefur fjelagið haft.
Við stofnun fjelagsins var ákveðið að leggja í sjóð 20
pct. af öllum tekjum fjelagsins, nema beinum gjöfum til
líknarstarfsemi, eða annars ákveðins. Sjóðurinn hefur enn
ekki hlotið nafn, eða skipulagsskrá, en ákveðið er að
hann vinni að líknarstarfsemi.
Annar sjóður var stofnaður í maí 1925, og heitir hann
»Iðnsjóður kvenfjelagsins Ársól.« Skal hann á sínum
tíma vinna að því að efla og viðhalda íslenskum iðnaði
í sveitinni, og þó sjerstaklega •ullariðnaði að fornu og
nýju. Hefir sjóðurinn allar tekjur er inn koma frá »Ullar-
deildinni,« en lh tekjur söludeildar, og er ákveðið að
hann hafi þær tekjur á meðan deildir þessar starfa. —
Einni iðnsýningu hefir fjelagið gengist fyrir, og eitt
saumanámskeið hefir það haldið. — Blað var stofnað í
maí 1925 og heitir »Sóley,« kemur það út einu sinni á
mánuði, og er lesið upp á fundum. — Frá stofnun
fjelagsins hefir verið varið til liknarstarfsemi 2637 kr. 18
au. Ojöfum hefir verið útbýtt á ýmsan hátt: Peningum,
vöruúttekt, fatnaði, borguð þjónusta fyrir gamalmenni o. fl.
Eignir fjelagsins við áramót 1925—1926:
í sjóðum . ..............................kr. 1067.72
- sparisjóði og hjá fjehirði.................— 673.35
Flyt kr. 1741.07