Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 61
HUn
59
blettur til að byggja á hjer í sveitinni. Og komst þá að
því, mjer til mikillar gleði, að sveitungarnir vildu ekki
ýta mjer burtu, og jeg hafði loks um nokkra staði að
velja, fann jeg þá líka að »vanda hefir sá er völ á.« En
vegna þess að jeg hafði valið mjer handiðn að lífsstarfi,
kaus jeg hrjóstrugasta staðinn, en jafnframt lang fegursta,
sem jeg þekti hjer við vatnið. Naut jeg þar líka góðra
vina, sem vóru gamla húsmóðir mín á Kálfaströnd og
erfingjar hennar, sem seldu mjer 8 dagsláttur af landi
með lágu verði í svonefndum Hafurshöfða, nálægt 1 km.
norðan við bæinn. Höfði þessi er mjög hár að norðan,
en nokkurt láglendi að sunnan og vestan, að mestu er
hann umluktur vogum úr Mývatni, aðeins stuttur garður
að austan milli voganna, rjett við aðal veginn, sem liggur
austan við vatnið. Af höfðanum er hin fegursta útsýn
yfir sveitina og er fjöldi af varphólmum í vogunum í
kring, sem Kálfaströnd á.
Vorið 1912 flutti jeg alt mitt hingað, og bjó um það
í stóru tjaldi, sem jeg reisti í skjólgóðum hvammi nálægt
fyrirhuguðu hússtæði, annað minna tjald hafði jeg til að
sofa í. Ekki mátti jeg þó strax byrja á byggingunni, því
nú þurfti jeg að vinna fyrir kaupi ekki síður en áður.
Fram að slætti var jeg við byggingu á íbúðarhúsi hjer í
sveitinni og síðan á ýmsum öðrum stöðum við hitt og
annað, svo heyjaði jeg handa hrossinu mínu, og loks í
miðjum ágúst gat jeg sest að heima og farið að grafa
fyrir húsgrunni mínum. Pað var mikið verk, því jeg gróf
inn í brekku, þannig: að framhlið hússins með kjallara,
er alt upp úr jörð, en þakið á bakhlið er jafnt jarðbrún.
Þetta sparaði mjer samt mjög veggjahleðslu, því innan í
þessa tóft hlóð jeg einfalda hleðslu úr góðu, höggnu
hraungrjóti, sem jeg gat fengið skamt frá hússtæðinu.
Við þetta var jeg svo aleinn með einu hrossi, sem jeg
Ijet draga grjótið heimað, nema að nokkrir hjálpfúsir
nágrannar gáfu mjer 1—2 dagsverk við malarmokstur og