Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 35
Hlin
33
Eftirfylgjandi tíllögur bornar upp og samþyktar ^með
öllum greiddum atkvæðum.
I. 2. landsfundur kvenna skorar á kvenfjelög og kon-
ur þessa lands, að beita sjer fyrir róttækum umbótum á
sjermentun íslenskra kvenna. Pessum umbótum telur
landsfundurinn meðal annars heppilegt að ná með:
a. Að hafá skólaeldhús við barnaskóla í kaupstöðum
og kauptúnum.
b. Að stofna deildir við hjeraðsskóla, sem kennir und-
irstöðuatriðin í matreiðslu og hússtörfum.
c. Að stofnaðir sjeu húsmæðraskólar í kaupstöðum
landsins eftir þörfum.
d. að ekki sjeu færri en tveir starfandi húsmæðraskól-
ar í sveitum, er svari til bændaskólanna.
e. Að stofnuð verði kenslukvennadeild við einn af of-
annefndum' skólum, er veiti velhæfum stúlkum undir-
búningsfræðslu sem kenslukonum við áðurnefnda skóla.
II. Fundurinn leggur til, að þeir skólar, sem ríkið
stofnar og styrkir, starfi eftir samræmanlegri reglugerð,
er ríkisstjórn semur í samráði við þar til hæfar konur,
og hafi þær jafnframt eftirlit með starfrækslu skólanna
og stofnun nýrra skóla.
III. Kosin sje þriggja kvenna nefnd, er hafi það hlut-
verk með höndum, að halda áhuganum vakandi tyrir sjer-
mentun kvenna, og skal tillögum fundarins í þessum
efnum vísað til hennar, og gefi hún skýrslu um störf
sín á næsta landsfundi kvenna.
IV. Fundurinn skorar á Búnaðarfjelag íslands, að veita
árlega alt að 5000 krónum af því fje, er það fær úr rík-
issjóði, til styrktar umferðarkenslu í sjermentun kvenna í
landinu, og eigi millifundanefndin íhlutunarrjett um það,
hvernig því fje sje varið.
V. Með því að á fundinum kom fram eindreginn á-
áhugi fyrir því, að Staðarfellsskólinn tæki hið bráðasta
3