Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 58
56
HUn
Þrastaskógur.
Snemma á árum ungmennafjelagsskapar á landi hjer,
gaf Tryggvi Gunnarsson U. M. F. I, skógarblett neðst í
Grímsnesi, á tanga milli Sogs og Álftavatns. Girtu ung-
mennafjelagar skóginn og nefndu hann Þrastaskóg. Er
þar einn alfegursti staður Ámessýslu. — Prastaskógur
er fast við Sogsbrú og þjóðveginn upp Grímsnes, frá
Reykjavík. Er þar því harla gestkvæmt á sumrum. Hefir
umgengni skógargesta ekki ætíð verið svo góð sem
skyldi. Hefir því U. M. F. í. ráðist í að hafa umsjónar-
mann í skóginum tvö síðustu ár, bæði til þess að verja
hann skemdum, og svo til þess að grisja hann og prýða.
Hefir undirritaður haft það starf með höndum. — »Hlín«
hefir beðið mig að skýra frá helstu aðgerðum í skógin-
um, og er mjer gleðiefni að fá orðið um það mál i svo
vinsælu riti. —
Eitt hið fyrsta, sem gert var til umbóta í skóginum,
eftir að U. M. F. í. sneri sjer fyrir alvöru að hirðingu
hans, var að girða sjerstaklega tvö stór reynitrje, sem
þar eru. Höfðu skógargestir skemt þau talsvert með
útskurði í börkinn. Síðan þau voru girt, hefir þeim farið
fram og nýgræðingar vaxið út frá þeim. — Pá voru
samdar reglur um umgengni í skóginum, og voru þær
birtar í »Tímanum« og »Vísi.« Var skógurinn þar með
opnaður almenningi, en jafnframt lýst algerri friðun hans,
bannað að fleygja þar rusli o. s. frv. S.l. sumar voru
skógargestum seld merki til ágóða fyrir skóginn, og
verður svo gert áfram. — Pá hefi jeg byrjað á því, og
mun halda áfram næsta sumar, að ryðja gangstígi um
skóginn, til þess að forða því að gróður sje troðinn, og
beina umferðinni að fegurstu stöðum. Mesta vinnu hefi
jeg þó lagt í að hreinsa úr skóginum kalvið og fauska,
og grisja, þar sem þjettast var kjarrið. Er mikið verk