Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 48
46 Hlin
Fluttar kr. 1741.07
í skuldabrjefi..............................— 268.00
- hlutabrjefum 245.00
Alls kr. 2254.07
Tala fjelagskvenna er nú 54. Fjelagið hefir notið tölu-
verðra vinsemda, fjelagskonur sjálfar starffúsar, og oft
hafa því verið gefnar peningagjafir af utanfjelagsmönnum,
auk margrar fyrirgreiðslu í vinnu, sem hvergi er reiknuð.
Suðureyri, 8. mars 1926. F. h. kvenfjelagsins »Ársól.«
Póra Hjartar.
Fjelagslög
kvenna í Svínadal í Húnavatnssýslu 1874.*
Eftir því sem jeg veit best, þá var það kringum árið
1870, að konur í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu, tóku
að ræða um það, að æskilegt væri að þær gætu haft eins-
konar samtök eða fjelagsskap með sjer, til þess að bæta
heimilishagi sína. Eftir talsverðan undirbúning setja þær
fast skipulag á fjelagsskap sinn með lögum, samþyktum
á fundi í fjelaginu í Sólheimum þann 25. nóvember 1874.
Par sem lög þessi eru mjög vel samin og að mörgu
leyti merkileg, þykir mjer ástæða til að þau komi fyrir
almenningssjónir, og vil jeg því biðja »Hlín« að prenta
þau hjer á eftir þessum inngangsorðum.
Hvernig á því stendur, að það voru aðeins konur aust-
an Svínavatns, sem undirskrifuðu lögin, er mjer ekki
kunnugt, en hitt veit jeg, að flestar konur í hreppnum
*) Að líkindum er þetta fyrsta kvenfjelagið, sem stofnað hefir verið
í landinu.