Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 140
138
HUn
líkist fílnum mest, en er samt mikið minni, með voða stór-
an haus og horn, en hún er tamin og notuð við land-
vinnu hjá Malajum og svo fyrir vagna. F*að mundi mörg-
um þykja skrítið að sjá litla drengi teyma karbon og
ríða á þeim. Hún eltir þá eins og lamb. Pað er oft vitn-
að í þetta á Java. »Börnin með karbonuna« eins og hjá
okkur börnin með hestana. Fljótin eru full af krókodíl-
um og sjórinn við strendurnar af hákörlum. F*essir ná-
ungar eiga það sameiginlegt að vera voðalega grimmir
og gráðugir, og er það alls ekkert óvanalegt í sumum
plássum, t. d. Deli (á austurströndinni), að þeir jeti heila og
hálfa Kínverja eða Malaja, þegar þeir eru í baði í fljót-
unum, en aldrei heyrist þess getið, að menn þar kynoki
sjer samt sem áður við að fara í bað, enda eru böðin
einn aðalþáttur í lífi Austurlandaþjóða, þéirra sem við sjó
og fljót búa. Það er þeirra yndi að baða sig oft á dag.
Súmatra er afarstór eyja. Ben Koelen er eitt minsta fylkið
á eyjunni 24,442 □ km. á stærð og íbúar (árið 1913)
220,000. Höfuðbærinn heitir eftir fylkinu Ben Koelen og
tekur yfir 8.6 □ km. íbúar eru 7770, þar af um 6000
Malajar, en hitt Evrópumenn, Kínverjar og Japanar. Borg-
in er ein að elstu hollensku bæjunum hjer, með gömlu
hervígi og mörgum gömlum byggingum og minnismerkj-
um frá 17. öld. F*að er fagurlega bygður bær, hvert hús
hefir listigarð umhverfis. f miðjum bænum er fagur trjá-
garður og fyrir ofan hann bústaðir stjórnarinnar og listi-
garður umhverfis þá. Pá eru stjórnarskrifstofur og stórt
samkomu- og leikhús og mörg falleg hús og byggingar,
einkum stjórnarinnar eignir. f öðrum hlutum bæjarins eru
hús og búðir Kínverja og Japana, mörg lagleg, og inn-
lend Moshe (kirkja) o. fl. o. fl.
Málmar. Pess er e. t. v. vert að minnast, að í þessu
fylki er stór gullnáma. Árið 1923 gaf hún af sjer fl.
3,472,329 (að frádregnum kostnaði gefa þær árlega af
sjer um 2 miljónir króna).