Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 155
Hlln
153
Sitt af hverju.
»Hlín* 1925 hjet tvennum verðlaunum fyrir
Verðlaunasam- best gerða trefla, inniskó og höfuðföt. Pátttaka
kepni Hlinar. varð ekki því eins góð og í fyrra, þegar
kept var um vetlinga, sokka og illeppa. Fyrstu
verðlaun eru engin veitt, en 2. verðlaun hlutu: Svafa Ouðjónsdóitir,
Kýrunnarstöðum í Dalasýslu, fyrir Mývatnshettu, handprjónaða kr.
15.00. Dýrfinna Eggertsdóttir, Baldursgötu 11, Reykjavík, fyrir inniskó,
handprjónaða kr. 15.00. Viktoría Jónsdóttir frá Stokkseyri, fyrir trefil
heklaðan kr. 15.00.
>Hlín* 1926 heitir tvennum verðlaunum (1. verðlaun kr. 25.00, 2.
verðlaun kr. 15.00) fyrir: 1) Lítjð teppi framan við rúm eða undir
lítið borð. (Heklað, prjónað, ofið eða saumað). 2) Nærföt karla,
kvenna eða barna, prjónuð (í höndum eða vjelum), ofin eða hekluð.
3) Handklæði eða gluggatjald, ofið. (Oreinileg teiknlng fylgi af
ídrætti í höföld, upphnýtingu og stigi).
Utanáskrift: >Hlín«, Reykjavík. Þarf að vera komið fyrir 1. júní.
Best er að senda munina í póstbögli með ábyrgð. Burðargjald fyrir
póstbögla lækkar.
Þess þarf að geta hvort munina á að selja og við hvaða verði.
Munirnir sjálfir eða andvirði þeirra verður sent þátttakendum að
kostnaðarlausu.
»Sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu samþykti
Sýsluniaður V,- á nýafstöðnum aðalfundi sínum, eftir tillögu
Skaftfellinga minni, að sýslunefndarmenn, hver í sinum hreppi,
skrifar: athugi til næsta árs, hvort kleift myndi að halda
hjeraðssýningu 1928 á heimilisiðnaði og handiðn
í Vestur-Skaftafellssýslu, sem undirbúning undir þátttöku í allsherj-
arsýningu 1930«.*
* V.-Skaftfellingar hafa orðið fyrstir til að gera sýslufundarsamþykt
um þetta mál, og hafa með því sýnt góðan skilning á þýðingu
þess, þökk sje þeim fyrir það. Það er ekki að efa, að alþýða mauna
í Skaftafellssýslu tekur vel í þetta mál, æfir sig nieð smásýningum
heima í hreppunum þessi árin, og velur það besta af þeim á hjer-
aðssýninguna.
Vonandi koma fleiri sýslunefndir á eftir og gera samskonar sam-
þyktir. — Það mætti ekki gera seinna en á komandi ári, en e. t. v.
væri rjett að gera einungis ráð fyrir >heimilisiðnaði< en ekki >hand-
jðn«. Landssýningin verður of stór með því móti, RitstJ.