Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 103
HUn
löt
Við vitum öll hvaða leið þessar konur fóru. Þær leit-
uðu sjer atvinnu í verksmiðjunum og allstaðar þar sem
hugsanlegt var að þær kæmust að. En það var svo ó-
víða. Pá fyrst reka konurnar sig á misrjettið. Allstaðar
voru karlmennirnir einvaldir. Með sjdlfsíæðri atvinnuleit
kvenna hefst hin eiginlega kvenfrelsisburátta. Hún er al-
gerlega praktisk. Hún er sprottin af rjettlátri þörf. Pað er
barátta fjölda kvenna fyrir tilverunni.
Löngu áður en þær fengu pólitískt jafnrjetti, hafði þeim
tekist að fá rjett til að gegna ýmsum störfum í þjóðfje-
laginu utan heimilanna. En allstaðar var sama sagan:
Störf þeirra voru ver launuð en karla, jafnvel þó þær af-
köstuðu jafnmiklu.
f verksmiðjunum mun þó aðstaða þeirra hafa verið
verst. Ráðið, sem þær sjá til að bæta kjör sín, er að hafa
áhrif á iöggjafarvaldið. En það tekst ekki nema með kosn-
ingarrjetti.
Iðnaðarbyltingin rak einnig giftar konur út af heimil-
unum og inn í verksmiðjurnar og börn þeirra líka. Kjör
þessa fólks urðu ekki bætt nema með lögum.
Þið sjáið, að kvenfrelsishreyfingin kemur úr tveim átt-
um. Hún samanstendur af tveim ólíkum straumum er
renna saman. Annar er hagkends eðlis, sprottinn af knýj-
andi þörf. Hinn straumurinn er andleg stefna, er byggir
á ait öðrum forsendum, er þegar hefir verið lýst. Hann
er mannrjettindakrafa.
IV.
Nú langar mig til að athuga frekar ástæður þær, er
kvenfrelsisvinirnir hjeldu mest á lofti og er að finna í
oftuefndri bók Stuart Mills um kúgun kvenna.
Veigamesta ástæðan er eflaust sú, að eðlisfar kvenna
sje hið sama upphaflega og karla, en lífskjör þeirra hafi
skapað þann mismun, er virðist nú eiga sjer stað.
Ennfremur, að það sje ekki náttúran eða vilji neins
æðra afls, er hafi skipað konunni þann sess, sem hún