Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 85
Hlln
83
Eftir nýár var vorullin borin inn, farið að vinna hana
í vaðmál. Var tekið ofanaf henni og hún hærð fyrstu
dagana. — Pegar kom að þorra fóru hespubindin að
berast að til vefnaðar. Faðir minn var góður vefari; óf
síðari hluta vetrar fyrir sig og sveitunga sfna, en smíðaði
(einkum ullarkamba) hinn fyrra með fjárhirðingunni. —
Misjafnlega reyndist þráðurinn að gæðum. Pótti sæmd
að vera góð þráðarspunakona. Mjer var vel kunnugt,
hverjar þær voru í sveitinni, því að það var snemma
hlutverk mitt að balbína, rjetta þræði og spóla. Komu
þar gæðin í Ijós. Man jeg, að faðir minn geymdi eitt
sinn í skúffu spottasafn til sýnis. Par voru rennsljettir
þræðir og svo nettir samanbætingarhnútar, að þeirra
gætti varla á þræðinum, hjá bláþráðum og áslettingi, er
skrollaðist svó sundur í meðferðinni, að likast var tappa-
togara. — Mjög leiddist mjer aðstoðarstarfið, er leið
fram á vorið. Pó bætti úr, er eitthvað kom frábrugðið að
litum og vefnaði. Voru það þá helst svuntudúkar, milli-
pilsbekkir og rúmábreiður. Pað þótti mjer gaman, þegar
faðir minn var að raða litum og reikna út, hvað mætti
hafa af hverjum, því að honum var jafnan falið það. —
Búið var að sundra vefstólnum fyrir fráfærur, og þá
komnar 4 — 500 álnir úr honum yfir tímann.
Pegar prjónlesið beið til sumars, var eitt af vorverkun-
um að þvætta það og þæfa. Þótti mikilsvert að fá það
sem hvítast. Fremur lítið var það þæft, svo trjedregið og
þurkað á trjánum. Voru 6—10 sokkatrje til á bæ. Farið
var með prjónlesið á laug, þar sem því varð viðkomið.
Pað var einn hinn mesti dýrðardagur, sem hjúunum gat
hlotnast — fengu færri en vildu. Sendur var gjarnan einn
karlmaður með einni eða tveim stúlkum. Sama laugin
notuð úr heilli sveit — jafnvel stundum lengra að. Par
voru mörg sæti, og þófsteinn við hvert. Tilheyrðu sum
sætin vissum bæjum, en við bar það, að sætið var orðið
skipað, þegar sá kom, er tilkall þóttist eiga. Oat þá orðið
0*