Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 152
150
Hlin
blómunum, en hverfa smátt og smátt fyrir vermandi
geislum sólarinnar. — Jeg hraða mjer heim, því nú skal
hefja dúnleit í dag. Blíða logn er um sjó allan. »Himin-
inn er heiður og blár, hafið skínandi bjart«. — Dúnleitir
eru venjulega byrjaðar þegar æðarfuglinn er að byrja að
unga út. í varpiandið er ekki farið, meðan fuglinn er að
setjast upp. Egg eru ekki tekin að neinu ráði, helst und-
an þeim fugli, er seinast verpir. Hjer getur æðurinn ung-
að út öllum sínum eggjum, ef góð aðstaða er i hreiðr-
inu og þurt. — Við megum ekki taka eggin undan fugl-
inum, því að úr því eggi, sem jetið er, kemur ekki fugl.
Pað er komið um miðjan morgun, og reykirnir eru að
teygja sig tignarlega beint upp í loftið á einum bænum
af öðrum. Þeir eru að gefa til kynna, að nú sjeu menn
að bregða blundi, og innan lítils tíma eigi að -taka til starfa.
Aldrei mega menn liggja á liði sínu um nýta starfsemi,
en þó allra síst á þessum tíma. Nú verður að vinna að
húsabótum, jarðabótum, garðyrkju, aðdráttum til heimil-
anna, grasaferðum, móskurði, smölun sauðfjár, rúningu
og mörgu fleiru.
Jeg lít um öxl og yfir hjeraðið, yfir Breiðafjörð. Vað-
alfjöllin í norður minna mig á skáldið góða* Bjartsýna
. skáldið. Skáldið, sem kveður lífsbirtuna inn í hjörtu vor.
í norðvestur er Reykjanesfjallið. — Austast á þvi er hnjúk-
ur lítill. Af þeim hnjúk sjest um Innsveit alla og Porska-
fjörð. Á þessum hnjúk brendum við unglingar frá Hlíð
vita á gamlárskvöld 1864. Var jeg þá smali í Hlíð. Rað
er mjög líklegt að Matthías hafi einhverntíma staðið á
þessum sama Hnjúk, þá er hann var smali í Hlíð. Og
af þeirri sjónarhæð hafi undirvitund hans bent honum til
kvæðisins: »Látum af hárri heiðarbrún«. — Jeg beini sjón
minni til vesturs. Blasir þá við auganu stórbýlið nafn-
kunna, Reykhólar. Reykhólar standa á fögrum hól, góðan
skeiðsprett frá fjallinu. Heimreiðin er ljómandi falleg, og
margoft hefir gæðingunum verið Ieyft að neyta fjörsins