Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 111
Hlín 109
iði Innileiki tilfinninganna er sennilega meiri bæði í gleði
og sorg.
Allir, sem reynt hafa að sameina andleg störf eða hugs-
un um almenn mál, ættu að vita hvað það er erfitt ein-
mitt vegna þess, að þessi störf toga sitt í hvora átt.
Heimilisstörfin draga hugann sí og æ inn í augnablikið,
andlegu störfin út fyrir það bæði í tíma og rúmi.
Af þessu sjáið þið, að það sem jafnan hefir verið tal-
in kvenlegur verkahringur, þarfnast fyrst og tremst þeirra
eiginleika, sem eru einkenni eðlishvatarinnar. En eins og
á hefir verið minst, er eðlishvötin ekki í jafnríkum mæli
hjá öllum konum nje heldur skynsemin hjá öllum körlum.
Sumir halda því fram að ein afleiðing menningarinnar
sje sú, að þurka út eða eyða þessum eðlismun karla og
kvenna óg raska hlutföllum hans, þetta sje eitt þeirra
vopna er hún smíði og vegi með að sjálfri sjer, því á
úrkynjunartímabilum verði mest vart þessarar röskunar.
F*á verði til karllegar konur og kvenlegir menn.
VI.
Nú var það ákveðin skoðun kvenfrelsisforingjanna, að
konur eigi yfir að ráða eins miklum vitsmunum og karl-
ar og heimurinn mundi vinna eigi alllítið, ef þessir kraft-
ar væru leystir úr læðingi og gefið sömu möguleikar til
þroska og fullkomnunar og konum veittur aðgangur að
þeim störfum þjóðfjelagsins, þar sem þessir hæfileikar
gætu notið sín.
Af þvi sem þegar hefir verið siagt, ætti að vera Ijóst,
að um slíkt getur ekki verið að ræða. Náttúran virðist
ekki hafa ætlast til þess.
Gerður hefir verið samanburður á höfðum karla og
kvenna. Mælt ummál þeirra og heilinn veginn. Á þýskri
rannsóknarstofu, þar sem slíkar mælingar voru gerðar,
kom í Ijós að konur voru að meðaltali höfuðminni og
heilinn Ijettari. Nú álíta sumir að þetta sanni ekkert, lítill