Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 64
62
Hlln
jeg garð sunnan undir bænum fyrir kartöflur o. fl., og
þann þriðja allangt frá bænum, við helli, sem sauðfje
hafði oft legið inni í og var þar því talsverður gamall á-
burður, sem nota mátti í garðinn. Allir þessir garðar eru
litlir, en upp úr þeim fjekst síðastliðið haust: 2 tunnur
af kartöflum, IV2 af gulrófum, 1*/j af næpum, 80 kg. af
rabarbaraleggjum og svo ögn af grænkáli, salati, gras-
lauk, hreðkum og nú á jeg kúmen, sem mun bera fræ í
sumar í fyrsta sinn. — f vor hafði jeg nóg fræ af heima
öldum íslenskum gulrófum. Það þroskaðist í fyrsta sinn
hjá mjer í fyrra, og kemur nú ágætlega upp.
12/ö '26. í dag höfum við verið að laga til stykki af
garðinum sunnan undir bænum og planta í það blómum;
búin fyrir nokkru að setja niður kartöflur með mesta
móti, það var um 40 pd. útsæðið, en í fyrra var það að-
eins 14 pd., og fengum við þó 2 tvær tunnur upp af
því, og er það besta uppskera sem jeg hefi heyrt getið
um, annars spruttu kartöflur alstaðar mjög vel í fyrra,
hvort sem var í heitum eða köldum görðum.
Jeg hefi mjög mikla ánægju af að hirða um þessa litlu
garða í frístundum mínum, og ef jeg vildi nefna nokkra
viku ársins »sæluviku«, þá væri það sú vikan, sem jeg
er að pæla í þeim á vorin, með voninni um að moldin
svarta verði, þegar á sumarið líður, hulin fögrum og
arðberandi gróðri. — Óneitanlega er ánægjulegt að taka
upp úr þeim á haustin, og safna þar vetrarforða handa
sjer og fjölskyldu sinni, en vorið — tími vonanna — er
þó sælla, þá verður maður ungur á ný, eins og gróður-
inn, sem er að skjóta kollinum upp móti sól og degi.
Túnræktin hefir gengið heldur hægt áfram, þó hefi jeg
af og til sljettað blett og blett, en gengur ekki vel að
hafa áburð, þar sem jeg hefi svo fáar skepnur. Mesta
töðu fjekk jeg á næstliðnu sumri, 32 vættir. Pá komu
líka til mín einn sunnudag í júní, nokkrir ungmennfje-
lagar, karlar og konur, til að skemta sjer og vinna mjer