Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 123
Hlin
121
Á mörgum fleiri sviðum geta konur starfað til heilla fyrir
þjóðfjelagið, en tími vinst ekki til að minnast á fleira.
Að lokum langar mig til að minnast á stefnu þessara
kvennamála hjá okkur. íslenskar konur hafa nú fengið
jafnrjetti við karla. Pær fengu það fyrirhafnarlítið. Lang-
samlega meirihluti kvenna hjer á landi kærði sig ekkert
um þennan rjett, eða stóð á sama. Pað er sannfæring
mín. En við öpuðum þetta eftir öðrum þjóðum eins og
svo margt annað.
Þess er ekki að vænta að stór merki sjáist eftir svo
stuttan tíma, um árangur þessa jafnrjettis, til nokkurra
bóta. En í íslensku þjóðlífi sjást stór merki þess ófagn-
aðar, sem kvenfrelsishreyfingin hefir leitt yfir löndin:
konur klippa af sjer hárið, ríða í hnakk og ganga á brók-
um. Ungar stúlkur þyrpast í búðir, að síma og á skrif-
stofur, eins og áður er vikið að, en heimilin standa
höridum uppi vegna fólksleysis. f*etta er óálitlegt og
getur haft örlagaríkar afleiðingar vegna þess hugsunar-
háttar, sem á bak við liggur.
Litilli og fátækari þjóð ríður á engu meira en fylgja
sínum eðlislögum. Jeg tel vafasamt hvort annað mál
varðar okkur meira en að konurnar skilji afstöðu sína til
þjóðfjelagsins, skilji starf sitt og hlutverk.
Heill okkar, sem þjóðar, er að miklu leyti komin
undir því.
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Það eru nú 3 ár síðan að skólanum var breytt í það
horf, sem hann nú hefir, svo það ætti að vera farið að
sjfna sig, hvernig hið nýja skipulag reynist. — Skólanum
var breytt þannig, að verkleg kensla var aukin, en bók-
leg kensla takmörkuð að mun. — Pessari nýbreytni var
vel tekið af almenningi, skólinn hefir verið vel sóttur,
margir orðið frá að hverfa. Pað er auðsjeð að alþýða