Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 120
118
Hlln
sem merkilegt má heita að skuli hafa fengið að standa óáreitt-
ur á þessum kvenfrelsistímum. Sá skóli er lofSverð tilraun
til að sameina almenna mentun kvenna og sjermentun,
þó jeg telji víst að hann taki ekki nærri nógu mikið til-
lit til eðlis þeirra i bóklegum fræðum, heldur feti þar í
spor almennra mentaskóla.
Mjer virðist margt benda á, að við konur eigi aðrar
kensluaðferðir og nokkuð annað námsgreinaval en karla
og þyrftu því sjerstaka skóla. Auk þess sem samskól-
arnir geta verið hættulegir af fleiri ástæðum, einkum á
kynþroskaskeiðinu, þegar mest ósamræmi er í andlegu
og líkamlegu lífi þeirra. Pað tímabil í lífi kvenna er lík-
lega mikilsverðara en við gerum okkur Ijóst oft og ein-
att. Tilfinningalífið er aldrei örara, ósamræmið aldrei meira,
siðgæðinu aldrei meiri hætta búin. Líklegt er að á þess-
um árum þoli þær ekki mikla andlega áreynslu. Samt heimta
samskólarnir jafn mikla vinnu af þeim og körlum.
Mig hefir stundum furðað á hver áhrif skólamentun
hefir haft á ungar stúlkur. F*að er eins og það sem þær
áttu best í sál sinni hafi visnað, eins og dofi hafi lagst
yfir andlegt líf þeirra. Hæfileikinn til að hrífast er horf-
inn, lífsgleðin hefir dofnað eða snúist í ljettúð, sem ef
til vill er enn verrá, og næmleiki þeirra fyrir fegurð er
orðinn að hjegómaskap.
Sjálfsagt hafa þær lært eitthvað. Þær vita ýmislegt. En
oft hefir mjer virst þessi þekking vera eins og lánaðar
fjaðrir, sem fjúka af þeim þegar frá líður og þær fá öðrum
störfum að gegna, t. d. giftast og eignast heimili, þ. e.
þegar þær finna sjálfa sig aftur.
Mjer var þetta í fyrstu óskiljanlegt. En síðan jeg fór
að hugsa betur um þessi mál, virðist mjer þetta ofur
skiljanlegt.
Fræðslan, sem stúlkurnar höfðu fengið, var í altof litlu
samræmi við eðli þeirra og gekk því aldrei í samband
við neitt í þeim sjálfum, varð aldrei andleg eign Iþeirra