Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 80
78
Hlin
að neinu leyti — og því síður þjóðlegt. Það eru einfaldar
stælingar og ekkert annað.
Oóð handavinnubók yrði og útlendingum, sem kynnast
vilja íslenskri handavinnu, að miklu liði. Frændþjóðir
okkar eiga fjölbreytt verk um hina þjóðlegu list sína og
ýmislegu handbrögð. Pað er ekki vansalaust, hve sárfá-
tæklegt er um að litast hjá okkur í því efni, jafnrík og
við erum af þjóðlegum vinnubrögðum, sem hafa listagildi.
Og árlega missum við muni út úr landinu, útskorna og
útofna, sem við eigum ekki svo mikið sem mynd af, og
sem okkur eru því algerlega glataðir.
Næsta sporið sem stíga þarf, yrði að koma upp al-
islenskum handovinnuskóla, er gæti veitt fullnægjandi
fræðslu í hinum ýmsu greinum íslensks heimilisiðnaðar
og notið þar stuðnings íslenskra listamanna. Þar yrði
miðstöð alls hins besta í íslenskum heimilisiðnaði. —
Pangað sæktu innlendir og útlendir fræðslu um alt, er
að þessum efnum lýtur. — Og þótt ekki yrði byrjað
nema á einni grein heitnilisiðnaðar fyrst í stað, t. d.
ullariðnaðinum, þá er ekkert um það að fást, aðeins að
sú byrjun yrði fullkomin og íslenskum vinnubrögðum
samboðin.
En svo að jeg snúi aftur að 1930. Á landssýningunni
þarf að vera fleira almenningi til uppbyggingar en það
sem læra má af vinnubrögðum landsmanna, þótt þau
eflaust geti fært okkur heim sanninn um, að margt af
því heimagerða yrði okkur hollara en það aðfengna, sem
menn eru svo ginkeyptir fyrir. — Þar þurfa að vera hin
bestu og hentugustu áhöld og verkfæri til heimilisiðnaðar,
fyrst og fremst ísl., en einnig útlend, sem flýta fyrir
vinnunni og ieysa hana e. t. v. betur af hendi. — Pað
er alkunnugt að spunavjelarnar breiddust fyrst verulega
út um landið eftir sýninguna 1921. — 1930 þurfa að
koma fram þau spunavjelaafbrigði, sem þá verða komin
á markaðinn, (nokkur eru þegar komin, og heidur hver