Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 79
Hlín
r/
henni verði ekki markaður bás, svo að hlutirnir fái að
njóta sín, þá vekur hún aðdáun þeirra útlendinga, sem
vit hafa á að dæma um slíkt. Þeir þykjast þar sjá ein-
kenni göfugrar menningar engu síður en í bókmentunum.
Og trúað gæti jeg því, að margur útlendingur hefði
huga á að kynnast heimilisiðnaðinum íslenska betur af
eigin reynd, ef kostur væri á.
Jeg var stolt af þvi að geta sagt frændum vorum á
Norðurlöndum 1924, að sýningarmunir þeir, sem jeg
sýndi þeim, og sem þeir dáðu svo mjög, væru eingöngu
verk alþýðunnar íslensku, þar hefði enginn skóli verið
að verki.
Jeg er ekki hrædd um, að íslensk alþýða bregðist
trausti okkar í þessu sýningarmáli. Við þurfum aðeins
að mæta henni á miðri leið, víkka sjóndeildarhring hennar,
svo að hún varist villuljósin. Við þurfum að gefa alþýðu
manna kost á að kynnast ýmsu því besta, sem til er af
íslenskum vinnubrögðum, gera mönnum enn ljettara fyrir
að kynnast þeim en með sýningum, því til þeirra ná ekki
allir. — Við þurfum á þessum árum til 1930 að koma
út al-islenskri handavinnubók, er hefði inni að halda leið-
beiningar (og myndir) um hinar ýmsu greinar íslenska
heimilisiðnaðarins. Pað gæti orðið aiþýðu manna hjer á
landi að hinu mesta gagni. — íslensk alþýða þarf að
eiga aðra betri uppsprettu að ausa úr en »Nordisk
Mönstertidende«. — Hún má ekki láta leiðast út á þá
glapstigu að álíta silkisaumaðar myndir eftir brjefkortum
æðsta takmark íslensks listsaums. Pær myndir allar ættu
að vera gersamlega útilokaðar frá landssýningunni, og
það þótt þær sjeu í logagyltum römmum! í sama númeri
ættu hinar svokölluðu »gobelin« myndir að verai (Vegg-
myndir, saumaðar í útlendan ullarjava með útlendu ullar-
garni, eftir útlendum fyrirmyndum). — Listgildi allra
þessara mynda er hverfandi, og ekkert frumlegt við þær