Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 127
Hlln 125
að hún verði, hjer eftir sem hingað til, landi og lýð til
blessunar.
Halldóra Bjarnadóttir.
Blómin — Börnin.
»Faðir og vinur alls sem er
annastu þennan græna reit.
Blessaðu faðir blómin hjer,
blessaðu þau í hverri sveit.«
Þannig biður góðskáldið okkar í einu af hinum fögru
kvæðum sínum, og bænina leggur hann í munn íslenska
mikilmenninu, sem unni landi og þjóð svo heitt, að smá-
blómin voru ástvinir hans, endurreisn íslenskrar tungu
starf hans og framfarir á þjóðlegum grundvelli eldheitt
áhugamál hans. Og þó þeir báðir yrðu að »hníga í hálf-
loknum iðjum,« þá er það áreiðaniegt, að þeir lifa ennþá
hjer á meðal okkar fyrir kraft minningarinnar og vitnis-
burð sögunnar. Ennþá hvetur Eggert Ólafsson hvert barn
er lærir íslandssögu til ræktar við þjóðerni sitt, og ennþá
vekur Jónas Hallgrímsson ást til íslenskrar náttúru með
hinum fögru látlausu ljóðum sínum. — Jónas finnur til
þess með gremjublandinni sorg að menn »unna því lítt
sem fagurt er, telja sjer lítinn yndisarð að annast blómg-
aðan jurtagarð.« — En síðan eru liðin mörg ár, og
«Faðir og vinur alls sem er« hefir veitt Fróni margskonar
blessun, einnig á þessu sviði. Augu manna hafa opnast
fyrir nytsemi blómanna; mörg þeirra er búið að flytja í
friðaða reiti, hjá fjölmörgum íbúðarhúsum í kauptúnum
og á sveitabæjum brosa nú við smærri og stærri skrúð-
garðar, þar sem birki- og reynitrje fylla loftið gróðurilm
sínum og veita skjól margvíslegum innlendum smágróðri,
sem nær langtum betri þroska í skjólinu en á bersvæði,
og þakkar þannig eigendum sínum vistaskiftin. — Blóm-
ræktin vekur allar göfugustu hvatir mannsins: líknsemi,