Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 133
Hlln
131
til^sín taka, þótt eigi hefðu konur þá öðlast kosningar-
rjett. Pótti muna um læknisfrúna á Stórólfshvoli, þar er
hún lagðist á sveif. Fylgdu þau hjónin sitt hvorum
stjórnmálaflokki. En eigi spilti slíkt samförum þeirra.
Oestkvæmt var oft á Iæknissetrinu. Stórólfshvoll stendur
við þjóðbraut, og er bæjarstæði hið fegursta. Komu þar
því, auk hjeraðsmanna, margir langferðamenn, útlendir
og innlendir. Var bóndi hennar gleðimaður mikill og
laðaði því gesti að garði. — Ólafur læknir entist illa,
sem von var, og Ijest 190ó. — Eftir lát hans fluttist frú
Margrjet til Reykjavíkur, enda átti hún þar vandamenn
og vini marga. Er skylt að geta þess, að Björn prófessor
reyndist henni alla tið besti bróðir, studdi hana og styrkti
með alúð og umhyggjusemi og voru þau systkin þó í
suniu óskaplík. Misti frú Margrjet mikils við fráfall hans.
Með styrk hans keypti hún sjer lítið hús á Skóiavörðu-
stíg, og fluttist hún þangað með fósturbörn sín og bjó
þar, það sem eftir var æfinnar. Kallaði hún hús sitt
Litlahvol. í ekkjudómi sínum studdi hún fastar og drengi-
legar uppeldisbörn sín en flestar mæður hjálpa börnum
sinum, þær er betur standa að vígi, en hún gerði þá.
Furðumikið bar á frú Margrjetu í Reykjavík, enda
sópaði að henni, er hún í svörtum möttli og síðum
gekk með hærur sínar og hreystiroða í kinnum um götur
bæjarins. Hún var ein þeirra, er menn komust ekki hjá
að taka eftir og muna vel. Pá er konur öðluðust kosn-
ingarrjett, þótti þingmannaefnum höfuðstaðarins fylgi
hennar nokkru skifta. Hún stýrði ávalt mun fleiri atkvæð-
um en sínu. Eitt sinn var farið þess á leit við hana, að
hún leyfði, að nafn hennar yrði sett efst á lista við
kosningar í bæjarstjórn, en hún færðist undan. Hún tók
nokkurn þátt í fjelagsskap reykvískra kvenna, enda var
hún eindregin kvenfrelsiskona. Og oft var gestkvæmt á
Litlahvoli eins og á Stórólfshvoli.
Frú Margrjet var á marga lund lík fornkonum þeim,
9*