Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 60
58
Hlin
Jeg er fæddur á Kálfborgará í Bárðardal 28. maí 1872,
og ólst þar upp til 14 ára aldurs með fátækum foreldr-
um. 7 vorum við systkin, og jeg elstur þeirra; Paðan
fluttum við að Hjalla í Reykjadal og stundaði jeg búskap
með foreldrum mínum þar til jeg var 26 ára. Brugðum
við þá búi, og var jeg í vinnumensku á Kálfaströnd við
Mývatn næstu 2 árin, þá var jeg aftur 2 ár í Bárðardal,
að mestu í vinnumensku. — Meðan jeg var heima, fór
jeg að reyna að smíða það helsta sem heimilið vanhag-
aði um, en hafði þó ekki efni á að kaupa mjer áhöld,
og tilsögn hafði jeg ekki aðra en þá, að jeg sá við og
við lagtæka menn smíða amboð, klápa og því um líkt.
Jeg hafði mjög mikla löngun til að líkja eftir þeim, og
reyndi að búa mjer til áhöldin sjálfur til að smíða með.
Fjekk jeg talsverða æfingu við smíði, meðan jeg var
heima, og hjelt því áfram, þó jeg væri í vinnumensku.
Þegar jeg var þrítugur varð jeg lausamaður, og næstu
10 árin var jeg á stöðugu flakki, og ekki við eina fjölina
feldur. Heimili átti jeg lengst af þann tíma í Haganesi
við Mývatn og á Skútustöðum. Margt sá jeg á þessu
flakki, sem mig langaði til að reyna sjálfur og að smíð-
um laut. Jeg vann þá ýmist á verkstæði heima, við
húsabyggingar á ýmsum stöðum, ferðaðist um sem Ijós-
myndari, smíðaði úr járni o. s. frv. En til þessa alls
þurfti jeg að eignast verkfæri og áhöld, enda eyddi jeg
öllu sem jeg vann mjer inn fyrir efni og áhöld, því
löngunin til að geta gert sem flest var óstöðvandh
Á fertugasta aldursárinu átti jeg því ekki aðrar eignir
en 1 hross, allmikið af smíðatólum fyrir trje og járn,
ljósmynda- og bókbandsáhöld og svo dálítið bókasafn
til skemtunar og fróðleiks. Hafði það verið minn besti
kennari í mörgum greinum. En nú var jeg líka orðinn
svo plássfrekur, að jeg gat ekki fengið inni á nokkru
sveitaheimili, og úr sveit vildi jeg ekki flytja, ef mögulegt
væri. Fór jeg því að leita eftir, hvort fáanlegur væri