Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 130
128
Hlin
eftir kærleikanum, eins og blómin eftir dögginni. Pað er
ekkert barn svo þverúðarfult, að kærleikurinn, sem ætíð
er þolinmóður og umburðariyndur, vinni ekki bug á því.
Það fer ætíð gleðileiftur gegnum huga minn, er jeg
sje fyrir mjer blómskrýddan blett, hvort heldur er grjót-
melur, ræktað tún eða skrúðgarður, blóm eru mjer tákn
unaðar og þroskaðrar fegurðar, og þó er gleðin enn
dýpri og varanlegri sem sprettur af því að kynnast barns-
sálunum, hreinu og glöðu. Og vel sje hverjum þeim
manni og konu, sem hefir vakandi ábyrgðartilfinningu
fyrir því að hlynna sem best að þeim blómum. — Öll
kærleiksbreytni hefir göfgandi og gleðjandi áhrif á þann
er fremur hana, en ekki síst sú að lifa i samfjelagi við
það fegursta og hreinasta sem á jörðu finst.
Nú eru kenslu- og mentamál orðin áhugamál margra
bestu manna landsins, og margir barnakennendur gera
stöðu sinni sóma með rjettum skilningi á þörfum barn-
anna, en >betur má ef duga skal«. Dagleg breytni við
börnin þarf að verða áhugamál allra. Allir þurfa að sýna
þeim samúð og nákvæmni. Ekki eingöngu þeim lund-
góðu, greindu og skemtilegu, heldur ennfremur þeim
einföldu eða þeim sem erfitt skap hafa. — F*á líkjast
æskumenn íslands fögrum og frjóum skrúðgarði, og
hver einstaklingur þeirra dreifir í kringum sig gleði og
göfugum tilfinningum, því þá hafa þeir í sjálfum þann
sálarþroska, sem bugast ekki við breytingar lífskjaranna.
Austfirsk kona.
Merkiskonur.
Margrjet Magnúsdóttir, fædd Ólsen.
21. febr. 1922 andaðist í Reykjavík merk kona, norð-
lensk að ætt og uppruna, frú Margrjet Magnúsdóttir,
alsystir Björns prófessors Ólsens.