Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 42
40
Hlln
unnið heiminum ómetanlegt gagn, til að bæta úr einu
hinu stærsta sameiginlega alþjóðaböli: ofdrykkjunni.
Við íslensku konurnar stöndum i beinu samband-i við
I. W. S. A þetta er voldugt samband hinna ágætustu
kvenna, og eru í því fjöldi af færustu og frjálslyndustu nú-
tímakonum heimsins, það hefir eingöngu beitt sjer fyrir
að konur fengju fult stjórnarfarslegt og borgaralegt jafn-
rjetti við karlmenn, hvarvetna í heiminum, bæði að lög-
um og með framkvæmd laganna. í gegnum þetta sam-
band kyntumst við íslensku konurnar högum kvenna um
allan heim og háttum þeirra. Við sáum að aðal-vopnið í
höndum þeirra, til að koma áhugamálum sínum í fram-
kvæmd, voru samtökin, bæði heirna fyrir og út á við.
Með sambandinu tóku þær í höndur okkar og
leiddu okkur með sjer inn í hina þjettskipuðu systrafylk-
ingu, þar sem hver vill á allan hátt hjálpa annari.
Einkunnarorð þeirra hljóða svo: „Porðu að vera frjáls-
borin*.
Pað er þessi þjóðfjelagslega samvinna, sem mjer hefir
oft komið til hugar að væri nauðsynleg fyrir okkur ís
lensku konurnar. Þegar hún kemst á, þá stendur fjar-
lægðin ekki lengur í vegi. Með vaxandi samgöng-
um og samgöngutækjum nútímans, þá jafnast leiðirnar,
og orð og kveðjur berast svo að segja á vængjum vind-
anna milli okkar og flytja ókkur saman.
Aldrei hefi jeg fundið sárar til nauðsynjar samtaka
kvenna, en síðastliðið sumar, þegar jeg var á ferð í kring-
um land og víða upp í sveitunum sjálfum. Jeg sá hvernig
konurnar, þrátt fyrir alla erfiðismuni, strjálbygð, mann-
fæð og samgönguleysi, voru allstaðar að reyna að ná
saman til að mynda fjelagsskap, sem þó er oft nær
því ómögulegt að nota vegna veðuráttu og allskonar
erfiðleika.
Hvað er nú unt að gera til að hjálpa okkar konum í
þessum efnum, og færa okkur saman í þjettari fylkingu,