Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 92
90
Hlin
sjón en ef til vill nokkru sinni fyr, því til 19. aldar má
rekja ræturnar að heimsstyrjöldinni miklu á 2. tug yfir-
standandi aldar. Og ef einhverjum kann að finnast fátt
til um frelsis- og jafnrjettishugtak 19. aldar, þá liggur nærri
að ætla, að árangur þess hafi ekki orðið meiri en raun
varð á, af því að frelsið og jafnrjettið var ekki ávöxtur
bræðralags.
Pið vitið öll þvílíku róti styrjöldin mikla kom á hugi
manna víðsvegar um heim. Margir hugsandi menn eru
teknir að efast um, að frelsis- og jafnrjettishugsjónir 19.
aldarinnar sjeu mönnunum eins mikil hjálp á leið þeirra
til farsældar og fullkomnunar og hún hjelt fram. Þeir
efast um, að kosningarjettur og áthafnafrelsi sje lækning
allra þjóðfjelagsmeina, og þeir eru vondaufir um framtíðina.
Pað er ein grein þessarar jafnrjettis- og frelsishreyfing-
ar síðastliðinnar aldar, sem jeg ætla að gera að umtals-
efni í þessum erindum, en það er kvenfrelsishreyfingin.
Mörgum kann að virðast þetta útrætt mál, því konur
hafi nú fengið jafnrjetti við karla í flestum ef ekki öllum
löndum þessarar álfu og víðar þar, sem Norðurálfumenn
búa og ráða fyrir ríkjum. Lýðfrelsishreyfing sú, er fór
um Iöndin í lok heimsstyrjaldarinnar, batt enda á það mál.
En jeg lít svo á, að þvi fari fjarri að útrætt sje um þetta,
að nauðsyn beri til að hugsa um það og skrifa og
taka afstöðu til þess.
I.
Sumir menn eru svo bjartsynir, að þeir halda að mönn-
unum sje altaf að fara fram. F*eir líta á mannkyns-
söguna sem nokkurnveginn óslitna framfarabraut, og
hafa takmarkalausa trú á og bera lotningu fyrir því, sem
kallað er menning — »kultur«.
Eitt af »slagOrðum« síðara hluta 19. aldar var orðið
»framþróun«. Enginn vafi er á því, að kenning Darwins
um þróun lífsins á jörðunni frá lægri lífsmyndum til