Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 141
Hlln
139
Stjórn. Æðsti embættismaður í hverju höfuðfylki er
Resident eða Governor, hann er fulltrúi HollandsdrOtn-
ingar og hann stýrir, með aðstoðarmanni sínum, sem er
lögmaður, öllum og öllu. Undir honum standa aðstoð-
arfulltrúar, fleiri eða færri eftir því hve fylkið er stórt og
starf þar margbrotið. Undir þá eru settir eftirlitsmenn,
sem hver um sig hefir sjálfstætt undirfylki og verður að
standa reikningsskap ráðsmensku sinnar af öllu þar. Und-
ir þeim standa aftur ungir starfsmenn, nýkomnir að heim-
an, en yfir hverju þorpi ráða innlendir þorpsstjórar, sem
eru óteljandi eins og þorpin. — Allir fylkisstjórarnir hafa
byrjað á lægsta stiginu, næst fyrir ofan innlendu em-
bættismennina. Allir verða að fara sömu leiðina upp
metorðastigann til að verða Governor eða Resident, það
væri óhugsandi að einhver utanaðkomandi yrði fylkis-
stjóri, þá væri stjórnarfyrirkomulagið ekki önnur eins
fyrirmynd og það nú er, er jeg hrædd um, því mörgum
örðugleikum er það bundið, að stjórna þessum brúnu
bræðrum.
Sá sem er embættismaður hjer í 20 ár vinnur til eftir-
launa. í Hollandi þarf að vinna í 40 ár, tfminn er hjer
helmingi styttri af því það er erfiðara og óeðlilegra Ev-
rópumanni að vinna hjer árum saman. En þeir sem ná
hæstu stigi, verða aðalfylkisstjórar, eru oftast lengur hjer.
Það gefur að skilja, að hjer muni líka vera annað
hollensk fólk en það sem fer með stjórnarvöldin. Ákaf-
lega margir hafa atvinnu við jarðræktarframleiðsluna (það
eru líka ríki útaf fyrir sig) frá lægsta Koeli (verkamanni)
til æðsta yfirmanns.
ÖII fyrirtæki hjer, stór og smá, eru undir umsjón Hollend-
inga. Kínverjar hafa verslun mikið með höndum og
Japanar dálítið. Malajarnir reyna líka að hokra með smá-
verslanir, en þeir flösna jafnóðum upp af því allan lær-
dóm vantar.
Bústaðir. Hús Evrópumanna hjer eru ekki eins ásjáleg