Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 115
Hlin
113
seminnar verði altaf á kostnað eðlishvatarinnar. En ef
hún er framþróunarskiiyrði, má ekki hafast neitt það að,
er eyðileggi hana.
En fleira kemur einnig til greina. Reynsla þykir fengin
fyrir því, að mikil andleg áreynsla minki frjósemi kvenna.
Konur, er vinni andleg störf, eigi færri börn.
Ein af hættum menningarinnar er þetta. Á hnignunar-
tímabilinu fækkar fæðingum.
Sennilegt virðist, að aðalorsökin sje ávalt hin sama:
að á einhvern hátt sje lifað gagnstætt lögum náttúrunnar.
Pá skoðun styður sú staðreynd, að ófrjósemi byrjar ávalt
hjá æðri stjettunum, þ. e. þeim mönnum, sem menningin
hefir haft mest áhrif á.
Prófessor Edv. Lehmann getur þess til að orsökin til
þess, að andleg áreynsla valdi ófrjósemi, sje sú, að sú
áreynsla eyði orku, sem náttúran ætlaði sem nokkurs-
konar forðasafn, er geymast ætti til æxlunarinnar. Allir
kannast við forðasafn jurtanna, er notað er í sama til-
gangi.
Nú ætla sumir, að ekkert geri til þó fólkinu fækki, og
líkindi sjeu til, að foreldrar geti veitt börnum því betra
uppeldi sem þau eru færri. Petta er sjálfsagt að einhverju
leyti rjett, en ekki að öllu. Par sem fá börn eru, er lík-
legt að uppeldið verði verra vegna þess að þau alist upp
í meira eftirlæti. Pau verða oft miðpunktar heimilanna,
sem alt snýst um, og því miður mun oft verða sá endir-
inn, að þau verði húsbændur heimilanna, ráði yfir full-
orðna fólkinu.
En gamall málsháttur segir: »Sjaldan launar kálfur of-
eldið«. Pað er í ofeldinu að hættan liggur. Sú hætta er
miklu minni, þegar um mörg börn er að ræða. Náttúran
fær þá að ráða meiru. Börnin ganga meira sjálfala. Sjeð
hefi jeg því haldið fram, að afburðamenn kæmu oftast
úr stórum systkinahóp. Jeg veit ekkert hvort þetta er rjett.
Hitt er vafalaust rjett, að mæður afburðamanna hafa oít
s