Hlín - 01.01.1926, Side 74
72
Hlin
ólíkt í ýmsum löndum, eftir því, hvaða verkefni kalla að.
Hjer að framan hefir verið drepið á nokkur atriði, en
efalítið birtast ný verksvið, þegar tekið verður til starfa.*
Húsakynni — heilbrigði.
Það er óhætt að fullyrða, að ekkert þjóðfjelagsmál, sem
horfir til almenningsheilla, er nú á tímum jafn ofarlega á
baugi hjá menningarþjóðum heimsins og híbýlamálið. —
Allir stjórnmálaflokkar eru þar samtaka, kjósendur allra
flokka heimta skýra stefnu frambjóðenda í því máli, enda
fleygir því nú fram í öllum löndum. Heilnæm hús, þægi-
leg hús og vistleg hús, reist af kunnáttu og þekkingu,
það er kjörorðið. Öflug samtök um hagkvæm lán, svo
að sem flestir geti eignast hús sjálfir, eða að öðrum kosti
búið við sanngjarna Ieigu.
Konur hafa mjög látið þessi byggingarmál til sín taka
erlendis, og er það ekki að ófyrirsynju, því við engan
kemur híbýlabölið jafn átakanlega og konur og börn.
Konur hjer á landi hafa með dugnaði og skörungsskap
beitt sjer fyrir að koma upp sjúkrahúsum, og var þess
síst vanþörf. En aldrei verður heilsufar þjóðarinnar bætt
með sjúkrahúsum einum. Ekkerí getur bætt heilsufar þjóð-
arinnar og aukið vellíðan hennar jafn mikið og bætt húsa-
kynni: Hrein, hlý, björt og loftgóð hús. — F*ví þyrftu
nú íslenskar konur að setja það efst á stefnuskrá sína,
að berjast fyrir bættum húsakynnum í landinu. Oóð og
haganleg húsakynni auka hreinlæti, spara tíma og krafta
þeirra sem þar vinna. Eins og sakir standa nú um vinnu-
* Fjelagið hefir síðan árið 1924 haldið fimm námskeið i Reykjavík
i hjúkrun og hjálp í viðlögum; 100 þátttakendur. Hjúkrunarkona
hefir starfað í Sandgerði suður og norður á Siglufirði. Nýkominn
er hjúkrunarbíll til Reykjavíkur, sem fer svo langt út í sveitir frá
Reykjavík, sem hægt er.