Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 88
86
Hltn
að koma því framleidda í verð. — Brátt hafa ullareig-
endur framleitt nægilegt til eigin afnota, og ef ekki er þá
til hagkvæm verslun, er taki við, heftist framleiðslan, og
við flytjum út ull og inn band, prjónles og ullardúka
sem áður. — Pað myndi sannast, að framleiðslan marg-
faldaðist, ef hægt væri að kaupa.*
Handavinnan í barnaskólunum.
Þess verður vonandi ekki langt að bíða úr þessu, að
handavinna verði lögboðin námsgrein í öllum barnaskól-
um og fræðsluhjeruðum hjer á landi.
Pað er áreiðanlegt að þeim stundum, sem í þá kenslu
ganga á viku, er vel varið, ef kenslan er góð og svo
nothæf fyrir lífið sem framast er unt.
Handavinnukenslan gerir það að verkum, ef hún er í
Iagi, að verklegu störfunum, handavinnunni, eykst álit
bæði hjá börnunum og foreldrunum með því að hún er
gerð hliðstæð hinum öðrum námsgreinum.
Handavinnan þroskar engu síður vitsmuni barnsins en
bóklegu námsgreinarnar.
Hún gerir börnin að ýmsu leyti meira sjálfbjarga en
áður.
Með æfingu venjast börnin á leikni og flýti, og kemur
það þeim að góðu haldi síðar í lífinu.
Handavinnan þroskar smekkvísi barnanna og fegurð-
artilfinningu.
Hún venur þau á nýtni og hagsýni. Hún venur á
vandvirkni og samviskusemi (vinna sterklega, svo ekki
svíki).
*) Það mun nú verða lagt alt kapp á það, að fá þingið 1927 til
að leggja fram rekstursfje með hagkvæmum kjörum handa þéss-
ari verslun. — Treystum vjer öllum heimilisiðnaðarvinum, körl-
um sem konum, til þess að taka málið upp á þingmálafundum
°g leggja ríkt á við þingmenn að fylgja því.