Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 160
158
Hlin
Sigríður Sigfús-
dóttir d Arnheið-
arst. i Fljótsdal
skrijar:
hafa hann töluvert þynri en ella, hann verður líka, að mínu áliti,
betri. — Það sparar mjöl, að hafa haframjöl til þriðjunga á móti
rúgmjöli, — Lifrapilsuna pressa jeg eins og blóðmörinn.
Þjer mintust á hvernig við hefðum matbúið
rótarlaufið (fíflablöðkur), sem þjer fenguð hjer.
það er mjög óbrotin matargerð á því, en mjer
finst það samt ágætt, ekki síst fyrir það, að svo
að segja hver og einn getur veitt sjer það fyrir-
hafnarlítið, að minsta kosti í sveitunum. Hjer höfum við notað það
nokkuð á sumrin, ef okkur hefir vantað garðávexti, og rótarlaufið
hefir maður ekki þurft að kaupa úr kaupstaðnum. Það er svo með
rótarlaufið sem annað grænmeti, að það er best að nota það áður
en það blómstrar. — Laufið er tínt, hreinsað vel og þvegið, svo er
það soðið í daufu saltvatni (það þarf nokkra suðu, til þess að það
verði meirt). Síðan er vatnið síað frá og rótarlaufið saxað dálítið
með hníf. Hveitijafningur er búinn til á venjulegan hátt, í hann er
svo rótarlaufið Iátið og sykur hafður eftir vild, einnig ræður hver og
einn, hve mikið er haft af grasamaukinu. — Á líkan. hátt höfum við
hjer matbúið blöð af heimulu (njóla), einnig gulrófukái, en mjer
finst hvorugt það eins gott eins og rótarlaufið. — Við hjer höfum
líka stundum á sumrin, áður en gulrófur hafa verið vaxnar, notað
kálblöðin, þannig að vefja þau utanum kjötdeigs snúða, og soðið
síðan í daufu saltvatni, haft með annaðhvort brætt smjör eða sósa
og finst mjer þetta vel frambærilegur matur. — Jeg held að það
væri mjög þarft, að einhvér, sem þekkingu hefði á, gæfi út leiðbein-
ingar um notkun íslenskra jurta til manneldis, því það er engin
efi á, að margt, sem vex hjer hjá okkur, gæti orðið Ijúffengasta
fæða, ef vel og rjettiiega væri matbúið.
Ýmsir kvörtuðu yfir því, eftir að gömlu eld-
Ur Skaftafells- húsin lögðust niður, og eldavjelarnar komu í
sýslu erskrifað: staðinn, að ekki væri hægt að reykja kjöt, og á
meðan eldhús með gamla laginu (lilóðuni) voru
nokkurstaðar til, þá voru menn að koma kjöti þangað til reykingar.
Menn hafa í byrjun ekki komist upp á það, að hægt er að nota
reykinn úr eldavjelunum til reykinga. Jeg veit nú ekki, hvort hann
er alment notaður enn, og því vildi jeg aðeins minnast á það.
Vandinn er ekki annar en sá, að siá upp kassa á þaki eða mæni
á húsinu, kringum reykopið, svo stóran eða lítinn sem vill, og getur
hann verið með burst eða topp-mynduðu ioki (reykop í toppnum)
og að lokið taki út af kassanum á allar hliðar. — Kjötið er svo
hengt í kassann, bútað niður eftir vild, og fær það fljótan reyk,
sem er það besta. Best er að brenna góðum eldivið, þ. e. a. s.,