Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 62
60 Hltn
grjótupptöku. Jeg var heppinn með tíðartar þetta haust,
og tveim dögum fyrir vetur gat jeg flutt alt úr tjöldunum
og sofið í fyrsta sinn undir eigin þaki. — Að reyna að
lýsa ánægju minni það kvöld væri árangurslaust, það
mundi enginn skilja, nema sá sem eitthvað svipað hefir
reynt.
Nú mátti jeg ekki tefja lengi heima eftir þetta. Oluggar
voru ósmíðaðir, og varð jeg því að strengja Ijereft fyrir
gluggaopin, hafði jeg nóg til af því úr tjöldunum, sem
rifnað höfðu í hvassviðri síðustu dagana sem jeg þurfti
að nota þau. Svo fór jeg að smíða annarsstaðar, og varð
húsbygging mín og »innrjetting« aðeins í hjáverkum eftir
þetta. Hægt og hægt gat jeg þó gert svo við, að vel
mátti búa í kofanum, og var jeg nú einsetumaður næstu
4 árin, að vísu ekki altaf heima, en þar leið mjer þó
best. — Margir heimsóttu mig á þessum árum, bæði
vegna atvinnu minnar og svo af fórvitni, hitti þá stund-
um svo á, að jeg var ekki heima, en hafði læst húsinu
og urðu þá aðkomumenn frá að hverfa. Pá varð til hin
landkunna vísa:
»Smíðað hefir Bárður bás,
býr þar sjálfur hjá sjer,
hefir til þess hengilás,
að halda stúlkum frá sjer.«
Svo breyttist samt þetta alt árið 1916, þá giftist jeg
stúlku, sem var fátæk eins og jeg, en 20 árum yngri, og
mun það ekki hafa þótt búhnykkur af mjer. En hvað
um það, jeg mun aldrei sjá eftir því tiltæki, þvi nú
kveður einsetumannskofinn við af ærslum og gleðileikj-
um fjögra hraustra drengja og einnar stúlku, sem við
vonum að verði stoð okkar og gleði í ellinni og mann-
fjelaginu til uppbyggingar. — Pá er nú að minnast á
hvað jeg hefi gert þessi árin. Aðal framfærsla fyrir fjöl-
skyldu mína hefir verið smíðaatvinna mín, sem jeg hefi
meira stundað heima, síðan jeg giftist. Par að auki hefi