Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 86
84
HUn
allharður bardagi um steininn með votum sokkunum. —
Keptist svo hver við annan að þvætta, þæfa, róa og
ræða, Bar margt á góma: vísur kveðnar og sögur sagðar.
Entist oft verkið fram á vorbjarta nóttina. Að þvi loknu
snúið heim með hugnæmar endurminningar.
Allmikið voru prjónaðar kvenpeysur og húfur. Var
mjög vandað til þeirra bæði að efni og tóskap. Karl-
mannapeysur prjónaðar við og við, ýmist einbanda eða
tvíbanda. Sátu þá tvær stúikur hvor á móti annari, eltu
hvor aðra á umferðinni. — Mjer er nú ótrúlegt hve
sumir voru fljótir að prjóna. Þegar móðir mín prjónaði,
heyrðist rjett úrrrrrr í prjónunum, ekki miklu hægara en
í prjónavjelunum nú. Ýmsir Ijeku sjer með sokkinn á
vökunni. Jeg komst aldrei hærra en það, að prjóna 2
prjóna á mínútu.
Annað undrunarefni er mjer úthaldið. Flestum voru
prjónar í höndum, hvenær sem öðru verki slepti. Stúlkur
fóru prjónandi á kvíar og milli bæja. Kailmenn einnig,
er þeir fóru að fje á vorin. Man jeg eitt sinn var
jeg með föður mínum við smalamensku, að við mættum
bónda nýkomnum að næsta bæ. Taldi hann líktákomið
með báðum: báðir voru prjónandi. Bauð þá faðir minn
honum prjónaskifti en því neitaði hann með öllu. Hann
var með smáband sitt, en faðir minn með fínaband. —
Þegar gestir gistu, báðu þeir jafnan um verkefni, er þeir
höfðu farið úr plöggum og matast. Voru þeim þá vana-
lega fengnir prjónar, svo karlmönnum sem kvenmönnum.
Pað var eins og hver fyriryrði sig fyrir að vera verklaus;
að minsta kosti kunni hann ekki við sig þannig.
Þetta var fyrir nálega öO árum. Menn leituðu fyrst og
fremst ánægju og sæmdar í því að vinna, og voru sýni-
lega ekki óánægðari með lífið og lífskjörin heldur
en nú.
5. G,