Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 104
102 Hlin
hafi haft, heldur hnefarjettur karlmannsins eða líkamlegir
yfirburðir.
Það sem einkum hafði verið kúgað hjá konunni
voru vitsmunirnir, sem þe.ssir menn litu á sem göfugasta
hæfileik mannanna.
Nú verða reyndar ekki færðar sönnur á að þessu sje
ekki þannig farið. Pví sálarlífið er ennþá ekki rannsakað
nema að mjög litlu leyti. Menn vita ekkert um hvort and-
legir eiginleikar ganga að erfðum, eða ef svo væri, hvaða
lögmálum slíkt arfgengi er háð. Það er svo erfitt að gera
tilraunir með menn. Hjer er því ekki um að ræða nema
líkur á báðar hliðar.
í seinni tíð hafa komið fram skoðanir í sálarfræði, sem
fara mjög í aðra átt en þá, er Stuart Mill hjelt fram, að
sálarlíf manna væri upphaflega mjög líkt, og eina leiðin
til þekkingar væru vitsmunirnir (Intellect).
1 Pessar yngri rannsóknir virðast hafa leitt í Ijós hið
gagnstæða, sem sje, að sálarlíf manna væri mjög mis
munand' frá hendi náttúrunnar. Það sje ekki aðeins um
að ræða lítilsháttar afbrigði, heldur ákveðinn eðlismun.
Og sá munur sje einkum fólginn i þvi, að menn öðlist
þekkingu á hlutunum á Jleiri en einn veg, þ. e. a. s. ekki
aðeins með aðstoð skynseminnar, heldur einnig fyrir til-
verknað annara ajla sálarlífsins.
Og sumir þessara manna leyfa sjer að halda fram, að
skynsemin sje ekki altaf öruggasta leiðin til þekkingar.
Kunnastur þeirra manna, er hafa haldið fram þessari
skoðun, er sennilega ameríski sálarfræðingurinn William
James. Mun hann einkum hafa komist að þessari niður-
stöðu fyrir rannsóknir sínar á sálarlífi trúarinnar, er hann
hefir gert grein fyrir í bók sinni um trúarreynsluna.
Að sömu niðurstöðu hefir próf. Edvard Lehmann kom-
ist. Hann fæst einkum við mannfræðilegar rannsóknir og
hefir kynt sjer fortíðarmenningu ýmsra austrænna kyn-
flokka, t. d. Semítanna. Segir hann, að enginn efi sje á